Stillum fókusinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 11. desember 2020 10:31 Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Heimilisofbeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun