Stillum fókusinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 11. desember 2020 10:31 Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Heimilisofbeldi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun