Leitin að Bússa heldur áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:03 Bússa hefur verið saknað frá því á föstudag. Hann sá síðast í Öskjuhlíðinni nálægt Háskólanum í Reykjavík. Facebook/Aðsend Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
„Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira