Samvinna og sameining sveitarfélaga Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. desember 2020 09:31 Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun