Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 21:58 Maðurinn féll ofan í 1,7 metra gryfju á vinnustað sínum og hlaut talsverðan skaða af. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira