Fyrirliðinn fer í janúar: Atalanta ævintýrið á enda? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 14:00 Papu Gomez, fyrirliði Atalanta, er á förum frá Atalanta í janúar eftir að lenda upp á kanti við þjálfara liðsins. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Argentínumaðurinn Papu Gomez, fyrirliði og holdgervingur þess sem hið stórskemmtilega Atalanta lið stendur fyrir, er á förum í janúar. Liðið er um miðja deild og mætir Ítalíumeisturum Juventus í kvöld. Atalanta er sem stendur í 9. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 17 stig að loknum tíu leikjum. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði AC Milan en á þó leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Sigur í kvöld gegn Juventus sem og í leiknum sem Atalanta á til góða og liðið er jafnt Ítalíumeisturum Juve að stigum. Þá er liðið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid bíður. Ef til vill er því full hart að tala um krísu og að ævintýrið sé búið. Þannig er nú samt smá stemningin í félaginu að svo stöddu. Fyrirliði félagsins lenti upp á kant við Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, og ætlar sá fyrrnefndi að yfirgefa félagið í janúar. Rúmar tvær vikur eru síðan þeim tveimur lenti saman og morguninn áður en það var dregið í Meistaradeildinni nýtti Papu Gomez sér Instagram til að koma skilaboðum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by ll ll Papu Gomez ll ll (@papugomez_official) „Ég er að skrifa til ykkar hér þar sem ég hef enga leið til að verja mig eða tala við ykkur. Þið vitið hvaða mann ég hef að geyma og sannleikurinn mun koma í ljós þegar ég fer. Þið þekkið mig. Þið vitið hver ég er. Ég elska ykkur. Kveðja, fyrirliðinn ykkar,“ sagði í færslu Papu. Papu hefur mikilvægur hluti af uppgangi Atalanta. Hann er að vissu leyti sá sem bindur liðið saman og hefur lyft því upp í hæstu hæðir. Félagið er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, það var í toppbaráttu Serie A framan af síðasta tímabili og þá spilar liðið stórkostlegan fótbolta. Ástæðan ku vera sú að Papu fór ekki eftir fyrirmælum Gasperini í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni. Hann átti að færa sig út á væng en hélt áfram að spila fyrir miðju vallarins. Fyrirliðinn var tekinn út af í hálfleik og var ekki í byrjunarliðinu gegn Udinese í leiknum þar á eftir. Big clubs didn t break Atalanta up. What no one saw coming was a split between coach and captain. Can #Atalanta be Atalanta without Papu. He s in the squad for tonight s game. But his future hangs in the balance https://t.co/Dg9iyYfbj5— James Horncastle (@JamesHorncastle) December 16, 2020 Fyrirliðinn sneri aftur í mikilvægum leik gegn Ajax í Meistaradeildinni þar sem sæti í 16-liða úrslitum var undir. Leikurinn vannst og Atalanta komst áfram. Fyrirliðinn var svo hvergi sjáanlegur í 3-0 sigri á Fiorentina skömmu síðar. Atalanta heimsækir Allianz-völlinn í Tórínó-borg í dag og mæta þar Ítalíumeisturum Juventus. Lærisveinar Andrea Pirlo eru hægt og rólega að komast á ról eftir erfiða byrjun. Juve situr í 4. sæti með 23 stig að loknum 11 umferðum, þremur stigum á eftir AC Milan. Leikur Juventus og Atalanta er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 17.20 en leikurinn hefst tíu mínútum síðar. Þá er leikur Inter Milan og Napoli – liðin í 2. og 3. sæti – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4 klukkan 19.35. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Atalanta er sem stendur í 9. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 17 stig að loknum tíu leikjum. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði AC Milan en á þó leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Sigur í kvöld gegn Juventus sem og í leiknum sem Atalanta á til góða og liðið er jafnt Ítalíumeisturum Juve að stigum. Þá er liðið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid bíður. Ef til vill er því full hart að tala um krísu og að ævintýrið sé búið. Þannig er nú samt smá stemningin í félaginu að svo stöddu. Fyrirliði félagsins lenti upp á kant við Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, og ætlar sá fyrrnefndi að yfirgefa félagið í janúar. Rúmar tvær vikur eru síðan þeim tveimur lenti saman og morguninn áður en það var dregið í Meistaradeildinni nýtti Papu Gomez sér Instagram til að koma skilaboðum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by ll ll Papu Gomez ll ll (@papugomez_official) „Ég er að skrifa til ykkar hér þar sem ég hef enga leið til að verja mig eða tala við ykkur. Þið vitið hvaða mann ég hef að geyma og sannleikurinn mun koma í ljós þegar ég fer. Þið þekkið mig. Þið vitið hver ég er. Ég elska ykkur. Kveðja, fyrirliðinn ykkar,“ sagði í færslu Papu. Papu hefur mikilvægur hluti af uppgangi Atalanta. Hann er að vissu leyti sá sem bindur liðið saman og hefur lyft því upp í hæstu hæðir. Félagið er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, það var í toppbaráttu Serie A framan af síðasta tímabili og þá spilar liðið stórkostlegan fótbolta. Ástæðan ku vera sú að Papu fór ekki eftir fyrirmælum Gasperini í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni. Hann átti að færa sig út á væng en hélt áfram að spila fyrir miðju vallarins. Fyrirliðinn var tekinn út af í hálfleik og var ekki í byrjunarliðinu gegn Udinese í leiknum þar á eftir. Big clubs didn t break Atalanta up. What no one saw coming was a split between coach and captain. Can #Atalanta be Atalanta without Papu. He s in the squad for tonight s game. But his future hangs in the balance https://t.co/Dg9iyYfbj5— James Horncastle (@JamesHorncastle) December 16, 2020 Fyrirliðinn sneri aftur í mikilvægum leik gegn Ajax í Meistaradeildinni þar sem sæti í 16-liða úrslitum var undir. Leikurinn vannst og Atalanta komst áfram. Fyrirliðinn var svo hvergi sjáanlegur í 3-0 sigri á Fiorentina skömmu síðar. Atalanta heimsækir Allianz-völlinn í Tórínó-borg í dag og mæta þar Ítalíumeisturum Juventus. Lærisveinar Andrea Pirlo eru hægt og rólega að komast á ról eftir erfiða byrjun. Juve situr í 4. sæti með 23 stig að loknum 11 umferðum, þremur stigum á eftir AC Milan. Leikur Juventus og Atalanta er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 17.20 en leikurinn hefst tíu mínútum síðar. Þá er leikur Inter Milan og Napoli – liðin í 2. og 3. sæti – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4 klukkan 19.35. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira