Hið einstaka tækifæri var meðal upplifana sem boðnar voru upp á uppboði til að fjármagna uppbyggingu safnsins.
Sá heppni mun fá að verða viðstaddur árlega athugun á meistaraverki Leonardo da Vinci en þá er Mona Lisa fjarlægð úr verndarhjúp sínum og ástand hennar metið.
Aðrar upplifanir sem boðið var upp á voru einkaleiðsögn um safnið með safnstjóranum Jean-Luc Martinez og næturleiðsögn um kyndlalýsta sýningarsalina. Báðar fóru á 6 milljónir.
Þá voru einkatónleikar í Caryatids-salnum slegnir á 6,5 milljónir.
Louvre átti einnig samstarf við Cartier og Dior um viðburði. Þannig gaf Cartier armband að andvirði 14 milljóna króna, sem verður afhent vinningshafanum í einkaheimsókn á safnið. Sá mun einnig fá að heimsækja leynilegar vinnustofur skartgripafyrirtækisins í París.