Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 20:00 Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni. Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu. Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu.
Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46