Anton Sveinn og Snæfríður Sól sundfólk ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 17:30 Anton Sveinn og Snæfríður Sól eru sundfólk ársins 2020. Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands útnefndi í dag þau Anton Svein McKee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem sundfólk ársins. Anton Sveinn syndir fyrir Sundfélag Hafnafjarðar og er sundmaður ársins þriðja árið í röð. Snæfríður Sól syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Sundsambandið vegur og metur eftirfarandi þætti þegar kemur að vali á sundmanni og sundkonu ársins: FINA stig úr bestu grein sundfólksins eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Árangur á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum er metinn út frá úrslitum. Besti árangur einstaklings á IOC, FINA, LEN, GSSE, NSF. Íslandsmet og alþjóðleg met í báðum brautarlengdum metin. Staðsetning á heimslista í desember 2020 eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Þátttaka í landsliðsverkefnum. Árangur í landsliðsverkefnum. Ástundun sundfólksins. Íþróttamannsleg framganga sundfólksins. Við mat á árangri vegur árangur í langri braut 100% og stutta brautin 75%. Sundkona ársins „Snæfríður Sól er 20 ára og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2020, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Búenos Aíres 2018 og tók þátt í EM25 2019 og á HM50 2019,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands „Snæfríður Sól synti fyrir Árhus þar til í haust en þá fylgdi hún þjálfara sínum Birni Selvejer til Álaborgar þegar hann tók við starfi Eyleifs Jóhannessonar sem nú starfar sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands.“ „Þrátt fyrir miklar sóttvarnarðgerðir hefur Snæfríður stundað æfingar í Danmörku og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Danska meistaramótið fór fram í 25 laug nú í vikunni og þar tvíbætti Snæfríður Sól Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tvær sekúndur.“ „Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og utan laugar. Snæfríður er ung að árum og á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021,“ segir að lokum um sundkonu ársins. Sundmaður ársins „Anton Sveinn McKee er 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er valinn sundmaður ársins þriðja árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en eins og flestir vita hefur hann tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Hann stefnir að hámarksárangri í Tókýó 2021,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands. „Anton Sveinn náði ótrúlega góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISLömótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram í Búdapest en ISL stendur fyrir „The International Swimming League“ en hún var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa bestu sundmenn heims. Deildin er liðakeppni og er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum og sendir hvert lið tvo sundmenn í hverja grein.“ „Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur.“ „Anton Sveinn er fyrirmynd jafnt sem sundmaður og utan laugar. Hann hefur sýnt mikla elju en leikarnir í Tókýó verða þeir þriðju sem hann tekur þátt í. Anton hefur verið óspar á að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungs og upprennandi sundfólks,“ segir að lokum um sundmann ársins. Evrópumeistaramótið í 50 metra laug fer fram í Búdapest, Ungverjalandi, í maí og Ólympíuleikarnar í Tókýó í júlí 2021. Sund Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Sundsambandið vegur og metur eftirfarandi þætti þegar kemur að vali á sundmanni og sundkonu ársins: FINA stig úr bestu grein sundfólksins eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Árangur á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum er metinn út frá úrslitum. Besti árangur einstaklings á IOC, FINA, LEN, GSSE, NSF. Íslandsmet og alþjóðleg met í báðum brautarlengdum metin. Staðsetning á heimslista í desember 2020 eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Þátttaka í landsliðsverkefnum. Árangur í landsliðsverkefnum. Ástundun sundfólksins. Íþróttamannsleg framganga sundfólksins. Við mat á árangri vegur árangur í langri braut 100% og stutta brautin 75%. Sundkona ársins „Snæfríður Sól er 20 ára og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2020, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Búenos Aíres 2018 og tók þátt í EM25 2019 og á HM50 2019,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands „Snæfríður Sól synti fyrir Árhus þar til í haust en þá fylgdi hún þjálfara sínum Birni Selvejer til Álaborgar þegar hann tók við starfi Eyleifs Jóhannessonar sem nú starfar sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands.“ „Þrátt fyrir miklar sóttvarnarðgerðir hefur Snæfríður stundað æfingar í Danmörku og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Danska meistaramótið fór fram í 25 laug nú í vikunni og þar tvíbætti Snæfríður Sól Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tvær sekúndur.“ „Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og utan laugar. Snæfríður er ung að árum og á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021,“ segir að lokum um sundkonu ársins. Sundmaður ársins „Anton Sveinn McKee er 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er valinn sundmaður ársins þriðja árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en eins og flestir vita hefur hann tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Hann stefnir að hámarksárangri í Tókýó 2021,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands. „Anton Sveinn náði ótrúlega góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISLömótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram í Búdapest en ISL stendur fyrir „The International Swimming League“ en hún var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa bestu sundmenn heims. Deildin er liðakeppni og er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum og sendir hvert lið tvo sundmenn í hverja grein.“ „Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur.“ „Anton Sveinn er fyrirmynd jafnt sem sundmaður og utan laugar. Hann hefur sýnt mikla elju en leikarnir í Tókýó verða þeir þriðju sem hann tekur þátt í. Anton hefur verið óspar á að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungs og upprennandi sundfólks,“ segir að lokum um sundmann ársins. Evrópumeistaramótið í 50 metra laug fer fram í Búdapest, Ungverjalandi, í maí og Ólympíuleikarnar í Tókýó í júlí 2021.
Sund Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira