„Mikil áhersla hefur verið lögð á miðlun upplýsinga hjá NTÍ. Þar sem Seyðisfjörður er fjölþjóðlegt samfélag hefur verið útbúið sérstakt kynningarefni á íslensku, ensku og pólsku. Þar er farið yfir á hvaða forsendum vátryggingar NTÍ eru byggðar, hvernig standa skuli að tilkynningum um tjón og við hverju megi búast eftir að tilkynning hefur verið send inn,“ segir í tilkynningu frá Náttúruhamfaratryggingu.
