Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 08:33 Afbrigðið hefur fundist í fleiri löndum en Bretlandi. Þó það sé meira smitandi er það ekki talið hættulegra að öðru leyti. Getty Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39
Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10
Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29