40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. desember 2020 20:45 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira