Þegar fornar deilur eru lagðar á hilluna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. desember 2020 07:31 Þótt 2020 muni seint hverfa úr manna minnum sem ár heimsfaraldurs og tilheyrandi erfiðleika var árið einnig eftirminnilegt vegna atburða ótengdum kórónuveirunni. Meðal annars átti sér stað stefnubreyting í samskiptum Ísraelsríkis við nágranna sína innan Arababandalagsins. Á seinni hluta ársins stofnuðu fjögur Arabaríki til stjórnmálasambands við Ísrael. Einungis tvö ríki Arababandalagsins höfðu áður stigið þetta skref – Egyptaland árið 1979 og Jórdanía árið 1994. Með því lögðu þau á hilluna fornar deilur sem höfðu til þessa ekki gert annað en að skaða samskipti ríkjanna. Fulltrúar Palestínumanna gætu dregið lærdóm af þessari stefnubreytingu því um þessar mundir byggja samskipti þeirra við Ísraelsríki á óvenjulega slæmum grundvelli. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar og formaður Fatah-hreyfingarinnar hafði lengi haft í hótunum við ísraelsk yfirvöld um að draga viðurkenningu PLO á Ísraelsríki til baka og lét hann loks af því verða í október 2018. Flestum þótti lítið til þessarar yfirlýsingar koma því viðurkenning PLO á Ísraelsríki hafði í um tvo áratugi verið fátt annað en innantóm orð. Friðarferlið sem rann út í sandinn Ólíkt því sem iðulega er haldið fram fól sjálfstæðisyfirlýsing Frelsishreyfingar Palestínu (PLO) ekki í sér viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Yfirlýsingin tiltók ekki heldur hver landamæri framtíðarríkis Palestínumanna ættu að vera. Í fylgiskjali yfirlýsingarinnar var gerð krafa um brotthvarf Ísraels frá svæðinu innan vopnahléslínanna sem áður höfðu afmarkað hernumin svæði Egyptalands og Jórdaníu en engar upplýsingar um hver endanleg landamæri Palestínu ættu að vera. Eftir sem áður var hvergi að finna viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis í fylgiskjalinu. Það var ekki fyrr en í september 1993 sem Jasser Arafat, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, viðurkenndi tilvistarrétt Ísraels skriflega fyrir hönd PLO. Sömuleiðis viðurkenndu ísraelsk stjórnvöld PLO sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna og þar með voru komnar forsendur fyrir gerð Oslóarsamninganna. Samningarnir byggðu á því að fyrrnefndar vopnahléslínur yrðu lagðar til grundvallar fyrirhuguðu ríki Palestínumanna. Á þeim forsendum fengu Palestínumenn í fyrsta sinn eigið yfirráðasvæði og heimastjórn. Næsta skrefið hefði verið viðurkenning Ísraelsríkis á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hins vegar tók að fjara undan ferlinu eftir því sem leið á tíunda áratuginn og árið 2000 runnu viðræður um áframhaldandi friðarferli Oslóarsamninganna út í sandinn. Þá hafnaði Arafat tilboði sem fól í sér 96% af flatarmáli svæðisins innan vopnahléslínanna. Skömmu síðar hófst seinni Intifada-uppreisn Palestínumanna sem kostaði fjölda mannslífa og skaðaði varanlega trúverðugleika friðarferlisins. Á meðan uppreisninni stóð yfir notuðu samtökin sem kenna sig við sniðgöngu gegn Ísrael tækifærið til að hafna tveggja ríkja lausninni á afgerandi hátt. Omar Barghouti, einn stofnenda samtakanna, skrifaði árið 2004: „Tveggja ríkja lausnin á palestínsk-ísraelsku deilunni er loksins dauð.“ Nokkrum árum seinna fullyrti Mohammed Dahlan, háttsettur meðlimur Fatah-hreyfingarinnar, að hreyfingin hafi í raun aldrei viðurkennt tilvistarrétt Ísraelsríkis. Á heildina litið hafa ummæli fulltrúa Palestínumanna leitt í ljós að lítið hafi breyst í afstöðu þeirra til Ísraelsríkis og það má einnig sjá á merkjum og slagorðum palestínskra stofnanna. Til dæmis hefur einkennismerki PLO frá upphafi sýnt allt landsvæði Ísraels sem fyrirhugað yfirráðasvæði palestínskra yfirvalda sem byggir á vinsælu slagorði um „frjálsa Palestínu frá ánni og að sjónum“. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir neinu svæði fyrir Ísraelsríki yfirhöfuð. Einkennismerkjum PLO og fjölda annara palestínskra samtaka var aldrei breytt í samræmi við forsendur Oslóarsamninganna. Einkennismerki PLO, Fatah-hreyfingarinnar, PGFTU, PFLP, PIJ og Hamas-samtakanna. Merkin sýna útlínur landsvæðis sem nær yfir alþjóðlega viðurkennt yfirráðasvæði Ísraelsríkis. Það er bersýnilegt að viðurkenning PLO á skiptingu landsins og þar með tveggja ríkja lausninni hafi einungis verið í orði en ekki á borði. Viðurkenning íslenskra yfirvalda árið 2011 á sjálfstæði Palestínu „innan landamæranna frá því fyrir stríðið 1967“ verður í þessu samhengi að teljast nokkuð hjákátleg. Íslensk yfirvöld lýstu yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu innan „landamæra“ sem fulltrúar Palestínumanna samþykkja ekki sjálfir. Palestína sem arabískt þjóðríki Í sjálfstæðisyfirlýsingu PLO er Palestína á afdráttarlausan hátt skilgreind sem arabískt þjóðríki. Með það til hliðsjónar myndi maður ætla að í skiptum fyrir eigið sjálfstjórnarsvæði og viðurkenningu Ísraelsmanna myndu fulltrúar Palestínumanna vera tilbúnir til að skilgreina Ísrael sem þjóðríki Gyðinga á sambærilega ótvíræðan hátt. Það er einmitt það sem tveggja ríkja lausnin átti alltaf að snúast um – tvö ríki fyrir tvær þjóðir. Líklegasta skýringin á tregðu palestínskra stofnana til að viðurkenna þjóðríki Gyðinga er sú söguskoðun þeirra að það hafi verið óréttlátt af Sameinuðu þjóðunum að veita Gyðingum umboð til stofnunar Ísraelsríkis. Það var hins vegar ekkert athugavert við þá ákvörðun því hún var tekin í samræmi við frumreglu Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Sú frumregla var því miður oft virt að vettugi þegar gömlu nýlendurnar hlutu sjálfstæði. Þannig var fulltrúum Araba úthlutað næstum öllum þeim ríkjum sem urðu til eftir upplausn Ottómanveldisins þrátt fyrir að þar byggi fjöldi þjóða sem áttu sambærilegt tilkall til eigin þjóðríkis. Meðal þeirra voru Armenar, Assýringar og Kúrdar auk fjölda smærri þjóðarbrota. Þessar þjóðir höfðu verið kúgaðir minnihlutahópar innan Ottómanveldisins og engin breyting varð þar á innan hinna nýstofnuðu ríkja. Það var einungis viðleitni síonistahreyfingarinnar sem tryggði að Gyðingarnir sem bjuggu víðs vegar um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku þurftu ekki að búa áfram við þessa undirokun. Á þeim sjötíu árum sem hafa liðið síðan Ísraelsríki hlaut sjálfstæði hefur það orðið að einu framsæknasta ríki veraldar. Mikill meirihluti þeirra 6,8 milljóna Gyðinga sem búa í Ísrael er fæddur og uppalinn í landinu. Þeir eiga þar vini, fjölskyldur, störf og djúpstæða menningarlega tengingu við landið. Það er því óhugsandi að byggðir þeirra verði nokkurn tímann hluti af arabísku þjóðríki Palestínumanna. Arabaríkin fjögur sem hafa stofnað til stjórnmálasambands við Ísrael á undanförnum mánuðum hafa sagt skilið við hugmyndina um Palestínu „frá ánni og að sjónum“ og fulltrúum Palestínumanna væri nær að gera slíkt hið sama. Núverandi sjálfstjórnarsvæði þeirra munu ekki stækka nema með endurlífgun tveggja ríkja lausnarinnar. Staðan yrði allt önnur ef Palestínumenn myndu á sýnilegan og sannfærandi hátt láta af kröfum sínum til alls landsvæðisins og viðurkenna Ísrael sem þjóðríki Gyðinga. Þá yrði friðsamleg lausn á deilunni ekki aðeins fjarlægur draumur. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þótt 2020 muni seint hverfa úr manna minnum sem ár heimsfaraldurs og tilheyrandi erfiðleika var árið einnig eftirminnilegt vegna atburða ótengdum kórónuveirunni. Meðal annars átti sér stað stefnubreyting í samskiptum Ísraelsríkis við nágranna sína innan Arababandalagsins. Á seinni hluta ársins stofnuðu fjögur Arabaríki til stjórnmálasambands við Ísrael. Einungis tvö ríki Arababandalagsins höfðu áður stigið þetta skref – Egyptaland árið 1979 og Jórdanía árið 1994. Með því lögðu þau á hilluna fornar deilur sem höfðu til þessa ekki gert annað en að skaða samskipti ríkjanna. Fulltrúar Palestínumanna gætu dregið lærdóm af þessari stefnubreytingu því um þessar mundir byggja samskipti þeirra við Ísraelsríki á óvenjulega slæmum grundvelli. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar og formaður Fatah-hreyfingarinnar hafði lengi haft í hótunum við ísraelsk yfirvöld um að draga viðurkenningu PLO á Ísraelsríki til baka og lét hann loks af því verða í október 2018. Flestum þótti lítið til þessarar yfirlýsingar koma því viðurkenning PLO á Ísraelsríki hafði í um tvo áratugi verið fátt annað en innantóm orð. Friðarferlið sem rann út í sandinn Ólíkt því sem iðulega er haldið fram fól sjálfstæðisyfirlýsing Frelsishreyfingar Palestínu (PLO) ekki í sér viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Yfirlýsingin tiltók ekki heldur hver landamæri framtíðarríkis Palestínumanna ættu að vera. Í fylgiskjali yfirlýsingarinnar var gerð krafa um brotthvarf Ísraels frá svæðinu innan vopnahléslínanna sem áður höfðu afmarkað hernumin svæði Egyptalands og Jórdaníu en engar upplýsingar um hver endanleg landamæri Palestínu ættu að vera. Eftir sem áður var hvergi að finna viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis í fylgiskjalinu. Það var ekki fyrr en í september 1993 sem Jasser Arafat, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, viðurkenndi tilvistarrétt Ísraels skriflega fyrir hönd PLO. Sömuleiðis viðurkenndu ísraelsk stjórnvöld PLO sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna og þar með voru komnar forsendur fyrir gerð Oslóarsamninganna. Samningarnir byggðu á því að fyrrnefndar vopnahléslínur yrðu lagðar til grundvallar fyrirhuguðu ríki Palestínumanna. Á þeim forsendum fengu Palestínumenn í fyrsta sinn eigið yfirráðasvæði og heimastjórn. Næsta skrefið hefði verið viðurkenning Ísraelsríkis á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hins vegar tók að fjara undan ferlinu eftir því sem leið á tíunda áratuginn og árið 2000 runnu viðræður um áframhaldandi friðarferli Oslóarsamninganna út í sandinn. Þá hafnaði Arafat tilboði sem fól í sér 96% af flatarmáli svæðisins innan vopnahléslínanna. Skömmu síðar hófst seinni Intifada-uppreisn Palestínumanna sem kostaði fjölda mannslífa og skaðaði varanlega trúverðugleika friðarferlisins. Á meðan uppreisninni stóð yfir notuðu samtökin sem kenna sig við sniðgöngu gegn Ísrael tækifærið til að hafna tveggja ríkja lausninni á afgerandi hátt. Omar Barghouti, einn stofnenda samtakanna, skrifaði árið 2004: „Tveggja ríkja lausnin á palestínsk-ísraelsku deilunni er loksins dauð.“ Nokkrum árum seinna fullyrti Mohammed Dahlan, háttsettur meðlimur Fatah-hreyfingarinnar, að hreyfingin hafi í raun aldrei viðurkennt tilvistarrétt Ísraelsríkis. Á heildina litið hafa ummæli fulltrúa Palestínumanna leitt í ljós að lítið hafi breyst í afstöðu þeirra til Ísraelsríkis og það má einnig sjá á merkjum og slagorðum palestínskra stofnanna. Til dæmis hefur einkennismerki PLO frá upphafi sýnt allt landsvæði Ísraels sem fyrirhugað yfirráðasvæði palestínskra yfirvalda sem byggir á vinsælu slagorði um „frjálsa Palestínu frá ánni og að sjónum“. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir neinu svæði fyrir Ísraelsríki yfirhöfuð. Einkennismerkjum PLO og fjölda annara palestínskra samtaka var aldrei breytt í samræmi við forsendur Oslóarsamninganna. Einkennismerki PLO, Fatah-hreyfingarinnar, PGFTU, PFLP, PIJ og Hamas-samtakanna. Merkin sýna útlínur landsvæðis sem nær yfir alþjóðlega viðurkennt yfirráðasvæði Ísraelsríkis. Það er bersýnilegt að viðurkenning PLO á skiptingu landsins og þar með tveggja ríkja lausninni hafi einungis verið í orði en ekki á borði. Viðurkenning íslenskra yfirvalda árið 2011 á sjálfstæði Palestínu „innan landamæranna frá því fyrir stríðið 1967“ verður í þessu samhengi að teljast nokkuð hjákátleg. Íslensk yfirvöld lýstu yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu innan „landamæra“ sem fulltrúar Palestínumanna samþykkja ekki sjálfir. Palestína sem arabískt þjóðríki Í sjálfstæðisyfirlýsingu PLO er Palestína á afdráttarlausan hátt skilgreind sem arabískt þjóðríki. Með það til hliðsjónar myndi maður ætla að í skiptum fyrir eigið sjálfstjórnarsvæði og viðurkenningu Ísraelsmanna myndu fulltrúar Palestínumanna vera tilbúnir til að skilgreina Ísrael sem þjóðríki Gyðinga á sambærilega ótvíræðan hátt. Það er einmitt það sem tveggja ríkja lausnin átti alltaf að snúast um – tvö ríki fyrir tvær þjóðir. Líklegasta skýringin á tregðu palestínskra stofnana til að viðurkenna þjóðríki Gyðinga er sú söguskoðun þeirra að það hafi verið óréttlátt af Sameinuðu þjóðunum að veita Gyðingum umboð til stofnunar Ísraelsríkis. Það var hins vegar ekkert athugavert við þá ákvörðun því hún var tekin í samræmi við frumreglu Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Sú frumregla var því miður oft virt að vettugi þegar gömlu nýlendurnar hlutu sjálfstæði. Þannig var fulltrúum Araba úthlutað næstum öllum þeim ríkjum sem urðu til eftir upplausn Ottómanveldisins þrátt fyrir að þar byggi fjöldi þjóða sem áttu sambærilegt tilkall til eigin þjóðríkis. Meðal þeirra voru Armenar, Assýringar og Kúrdar auk fjölda smærri þjóðarbrota. Þessar þjóðir höfðu verið kúgaðir minnihlutahópar innan Ottómanveldisins og engin breyting varð þar á innan hinna nýstofnuðu ríkja. Það var einungis viðleitni síonistahreyfingarinnar sem tryggði að Gyðingarnir sem bjuggu víðs vegar um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku þurftu ekki að búa áfram við þessa undirokun. Á þeim sjötíu árum sem hafa liðið síðan Ísraelsríki hlaut sjálfstæði hefur það orðið að einu framsæknasta ríki veraldar. Mikill meirihluti þeirra 6,8 milljóna Gyðinga sem búa í Ísrael er fæddur og uppalinn í landinu. Þeir eiga þar vini, fjölskyldur, störf og djúpstæða menningarlega tengingu við landið. Það er því óhugsandi að byggðir þeirra verði nokkurn tímann hluti af arabísku þjóðríki Palestínumanna. Arabaríkin fjögur sem hafa stofnað til stjórnmálasambands við Ísrael á undanförnum mánuðum hafa sagt skilið við hugmyndina um Palestínu „frá ánni og að sjónum“ og fulltrúum Palestínumanna væri nær að gera slíkt hið sama. Núverandi sjálfstjórnarsvæði þeirra munu ekki stækka nema með endurlífgun tveggja ríkja lausnarinnar. Staðan yrði allt önnur ef Palestínumenn myndu á sýnilegan og sannfærandi hátt láta af kröfum sínum til alls landsvæðisins og viðurkenna Ísrael sem þjóðríki Gyðinga. Þá yrði friðsamleg lausn á deilunni ekki aðeins fjarlægur draumur. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun