Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:05 „Faðir Sergei“ í dómsal í Moskvu í dag. AP/Moscow News Agency Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira