Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:05 „Faðir Sergei“ í dómsal í Moskvu í dag. AP/Moscow News Agency Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira