Færri gjaldþrot en óttast var Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:40 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina. „Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“ Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24