Samningur undirritaður í kjaradeilu í álverinu í Straumsvík og verkfalli frestað Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 18:57 Álverið í Straumsvík þar sem verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast í næstu viku. Þeim hefur nú verið frestað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar. Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar.
Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent