Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:00 Lars virðist nokkuð spakur varðandi komandi launalækkun. Trond Tandberg/Getty Images Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti