Áslaug Arna; viljum við hafa löggæzluna og réttarfarið svona? Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. mars 2020 10:00 Skv. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009, sem þáverandi sjávarútvegs-ráðherra, Jón Bjarnason, setti, gilda þessar reglur um hvalskurð: „Hvalskurður skal hafinn um leið og hvalurinn er kominn á land, á þar til gerðum yfirbyggðum skurðarfleti“. Hvalskurð á sem sagt að framkvæma í yfirbyggðu, lokuðu rými til að tryggja hreinlæti við verkun, gæðaöryggi og hollustu afurðarinnar. Er hér auðvitað hugsað til þeirra fjölmörgu meindýra og fugla, sem ekki verða hamin án yfirbyggingar og lokun rýmis. Reglugerðin tók gildi 1. júní 2010, en Hvalur hf fór aldrei eftir henni, hunzaði hana bara, og fyrirtækið skar sína drepnu hvali úti, undir beru lofti, án þeirrar yfirbyggingar, þeirra hollustuhátta og þess matvæla-öryggis, sem reglugerðinni átti að tryggja. Við, Jarðarvinir, höfum, eins og kunnugt er, verið að berjast gegn hvalveiðum og þeirri meintu spillingu, sem við teljum, að um þær hafi gilt, og kærðum við þetta lögbrot Hvals hf til ríkissaksóknara 8. ágúst 2018. 5 dögum seinna sendi ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vesturlandi kæruna til rannsóknar. Það var ljóst frá byrjun, að Hvalur hf hafði aldrei farið eftir 10. grein reglugerðar 489/2009, um yfirbyggðan skurðarflöt, enda óskaði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, eftir því við núverandi sjávarútvegsráðherra 15. maí 2018, að krafan um yfirbyggingu yrði felld niður. Mikil eða tímafrek rannsókn til að fá staðfestingu á, að Hvalur hf hafði brotið reglugerð nr. 489/2009 í fjöldamörg ár, var því óþörf, en brot við reglugerðinni vörðuðu allt að 2ja ára fangelsi. Rétt fyrir jól 2018, eftir rúma 4 mánuði, kemur svo afstaða lögreglustjóra til kærunnar, en þar er vísað til þess, að Matvælastofnun (MAST) hafi eftirlit með vinnslu á langreyðarkjöti, og, að slíkt sé ekki hlutverk lögreglu. Afstöðu lögreglustjóra lýkur með þessum orðum: „Ekkert er talið hafa komið fram sem rökstyðji að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað af hálfu fyrirtækisins“. Þessi afstaða var auðvitað út í hött, enda átti embættið eftir að éta hana ofan í sig með afgerandi hætti. Um miðjan janúar 2019 kærðum við, í Jarðarvinum, þessa afstöðu lögreglustjórans til ríkissaksóknara, sem tók afstöðu til kærunnar með afstöðuskjali 15. apríl 2019. Ríkissaksóknari felldi þar úr gildi ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókninni og fyrirskipaði embættinu að halda áfram rannsókn málsins. Í júlí 2019 kemur svo ný afstaða lögreglustjórans til málsins, þar sem m.a. er sagt, að það sé mat MAST, að skortur á yfirbyggðum skurðarfleti sé ekki alvarlegt frávik, og tilkynnir lögreglustjórinn aftur, að rannsókn hafi verið hætt. Hér hefði lögreglustjóri kannske mátt hafa í huga, að það var einmitt MAST, sem átti að sjá til þess, að reglugerð nr. 489/2009 væri framfylgt, og, að það langvarandi lögbrot, sem í gangi hafði verið, var aðeins mögulegt vegna vanrækslu MAST sjálfs. Var MAST því varla hlutlaus eða traustur umsagnar- eða matsaðili. Aftur kærðu við þessa niðurfellingu lögreglustjórans á rannsókninni til ríkissaksóknara um miðjan ágúst 2019. 15. nóvember 2019 tók ríkissaksóknari svo afstöðu til málsins. Segir m.a. þetta í afstöðuskjalinu: „...er að áliti ríkissaksóknara uppi grunur um refsiverða háttsemi af hálfu kærða“. Auk þess: „Er hin kærða ákvörðun því felld út gildi og lagt fyrir lögreglustjórann á Vesturlandi að ljúka rannsókn málsins...“. Leiddi þessi röggsama og einarða afstaða ríkissaksóknara loks til þess, að lögreglustjóri skrifaði aðilum málsins bréf, þann 20. janúar 2020, þar sem kært brot Hvals var viðurkennt og staðfest með þessum orðum: „Ákæruvaldið telur að Hvalur hf hafi með háttsemi sinni brotið gegn þágildandi ákvæði 2. mgr. 10. greinar reglugerðar nr. 489/2009“. Jafnframt tilkynnir lögreglustjóri þó - okkur til hneykslunar en ekki undrunar; við vorum smám saman að átta okkur á, hvernig lögreglustjóri nálgaðist málið - að embættið hafi ákveðið að falla frá saksókn á hendur Hval hf vegna brotsins. Var hér vísað í 146. gr. sakamálalaga, sem gildir, ef brot eru smávægileg eða varða ekki almannahagsmuni. Þessi ákvörðun lögreglustjóra var fyrir okkur eins og brandari af lélegri gerð; sú iðja, að verka 558 langreyðar, um 33.000 tonn af „hvalkjöti“, gegn gildandi lögum og reglum, um langt árabil - brot, sem gat varðað allt að 2ja ára fangelsi – átti semsé að vera „smávægilegt brot“!? Varðandi almannahagsmuni, þá hefðum við haldið, að það væri einmitt há skylda stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu, að ákært sé fyrir algjört virðingarleysi við reglur og lög, stórbokkahátt og lítilsvirðingu við yfirvöld; í raun hafði Hvalur hf gefið yfirvöldum langt nef um 9 ára skeið og glott við háðslega. Varla er það í þágu almannahagsmuna eða réttaröryggis í landinu, að brotamenn fái silkihanzkameðferð af því að þeir eru ríkir vel og tengdir „réttu mönnunum“; telja sig yfir lög og reglur hafna? Aftur þurftum við, Jarðarvinir, að kæra niðurstöðu lögreglustjóra til ríkissaksóknara. Kröfðumst við þess, að ákært yrði, eins og efni stóðu til. Bíðum við nú viðbragða ríkissaksóknara, sem við treystum áfram á. Framangreint mál er þó - því miður - ekki eina kærumál okkar gegn Hval hf, þar sem okkur virðast vinnubrögð lögreglustjórans á Vesturlandi vafasöm eða ámælisverð. Skv. leyfi til langreyðaveiða 2014-2018, 5. gr., ber skipstjóra að halda dagbók yfir veiðar, sem afhenda skal Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Í þessum dagbókum eiga að koma fram 16 atriði, sem sýna eiga m.a. fjölda skotinna sprengiskutla, dag hvern, hversu margir hæfa langreyði, tímasetningu og staðsetningu þegar dýr eru hæfð og fjölda skutlaðra langreyða, sem sleppa særðar. Eru þessar bækur til þess ætlaðar, að eftirlitsstjórnvöld geti fylgzt með því, að ákvæðum veiðileyfis, reglugerða og laga sé fylgt. Leyfið byggir m.a. á lögum nr. 26/1949, en þar segir, að brot varði upptöku á veiðitækjum, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins (sjá að framan: 33.000 tonn), auk fangelsis allt að 6 mánuði. Fyrirspurn lögmanna okkar til Fiskistofu í marz 2019 leiddi í ljós, að Hvalur hafði, þrátt fyrir þetta skýra ákvæði og skilyrði fyrir veiðileyfi, engum dagbókum skilað. Varð Fiskistofa að viðurkenna, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, hefði henni ekki tekizt að slíta þær út úr Hval hf. Við skrif þessarar greinar, nú á dögunum, staðfesti Fiskistofan óbreytt ástand. Hvalur hf hafði engum dagbókum skilað. Einhverju ófýsilegu eða óleyfilegu virðist fyrirtækið hafa að leyna. Þetta lögbrot Hvals hf kærðum við til ríkissaksóknara 6. marz 2019, og framsendi ríkissaksóknari kæruna til lögreglustjórans með fyrirmælum um rannsókn 15. apríl 2019. Hér er líka um bráðeinfalt mál að ræða; annað hvort skilaði Hvalur hf dagbókunum eða ekki. Einföld rannsókn. En, hún er nú búin að standa yfir í nær eitt ár. Það tók okkur 2 daga, nú í marz, að fá staðfestingu Fiskistofu á því, að dagbókunum hefði ekki verið skilað. Hvað tefur lögreglustjóra!? Einhverjir hefðu kallað þetta rannsóknarveigrun. Aðspurður um stöðu þessarar rannsóknar, svaraði lögreglustjóri 23. janúar sl.: „Málið er á lokastigum“. Síðan eru liðnar 8 vikur, og enn hefur ekkert heyrzt. Er þetta sú löggæzla og það réttarfar, sem við viljum, Áslaug Arna? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Skv. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009, sem þáverandi sjávarútvegs-ráðherra, Jón Bjarnason, setti, gilda þessar reglur um hvalskurð: „Hvalskurður skal hafinn um leið og hvalurinn er kominn á land, á þar til gerðum yfirbyggðum skurðarfleti“. Hvalskurð á sem sagt að framkvæma í yfirbyggðu, lokuðu rými til að tryggja hreinlæti við verkun, gæðaöryggi og hollustu afurðarinnar. Er hér auðvitað hugsað til þeirra fjölmörgu meindýra og fugla, sem ekki verða hamin án yfirbyggingar og lokun rýmis. Reglugerðin tók gildi 1. júní 2010, en Hvalur hf fór aldrei eftir henni, hunzaði hana bara, og fyrirtækið skar sína drepnu hvali úti, undir beru lofti, án þeirrar yfirbyggingar, þeirra hollustuhátta og þess matvæla-öryggis, sem reglugerðinni átti að tryggja. Við, Jarðarvinir, höfum, eins og kunnugt er, verið að berjast gegn hvalveiðum og þeirri meintu spillingu, sem við teljum, að um þær hafi gilt, og kærðum við þetta lögbrot Hvals hf til ríkissaksóknara 8. ágúst 2018. 5 dögum seinna sendi ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vesturlandi kæruna til rannsóknar. Það var ljóst frá byrjun, að Hvalur hf hafði aldrei farið eftir 10. grein reglugerðar 489/2009, um yfirbyggðan skurðarflöt, enda óskaði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, eftir því við núverandi sjávarútvegsráðherra 15. maí 2018, að krafan um yfirbyggingu yrði felld niður. Mikil eða tímafrek rannsókn til að fá staðfestingu á, að Hvalur hf hafði brotið reglugerð nr. 489/2009 í fjöldamörg ár, var því óþörf, en brot við reglugerðinni vörðuðu allt að 2ja ára fangelsi. Rétt fyrir jól 2018, eftir rúma 4 mánuði, kemur svo afstaða lögreglustjóra til kærunnar, en þar er vísað til þess, að Matvælastofnun (MAST) hafi eftirlit með vinnslu á langreyðarkjöti, og, að slíkt sé ekki hlutverk lögreglu. Afstöðu lögreglustjóra lýkur með þessum orðum: „Ekkert er talið hafa komið fram sem rökstyðji að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað af hálfu fyrirtækisins“. Þessi afstaða var auðvitað út í hött, enda átti embættið eftir að éta hana ofan í sig með afgerandi hætti. Um miðjan janúar 2019 kærðum við, í Jarðarvinum, þessa afstöðu lögreglustjórans til ríkissaksóknara, sem tók afstöðu til kærunnar með afstöðuskjali 15. apríl 2019. Ríkissaksóknari felldi þar úr gildi ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókninni og fyrirskipaði embættinu að halda áfram rannsókn málsins. Í júlí 2019 kemur svo ný afstaða lögreglustjórans til málsins, þar sem m.a. er sagt, að það sé mat MAST, að skortur á yfirbyggðum skurðarfleti sé ekki alvarlegt frávik, og tilkynnir lögreglustjórinn aftur, að rannsókn hafi verið hætt. Hér hefði lögreglustjóri kannske mátt hafa í huga, að það var einmitt MAST, sem átti að sjá til þess, að reglugerð nr. 489/2009 væri framfylgt, og, að það langvarandi lögbrot, sem í gangi hafði verið, var aðeins mögulegt vegna vanrækslu MAST sjálfs. Var MAST því varla hlutlaus eða traustur umsagnar- eða matsaðili. Aftur kærðu við þessa niðurfellingu lögreglustjórans á rannsókninni til ríkissaksóknara um miðjan ágúst 2019. 15. nóvember 2019 tók ríkissaksóknari svo afstöðu til málsins. Segir m.a. þetta í afstöðuskjalinu: „...er að áliti ríkissaksóknara uppi grunur um refsiverða háttsemi af hálfu kærða“. Auk þess: „Er hin kærða ákvörðun því felld út gildi og lagt fyrir lögreglustjórann á Vesturlandi að ljúka rannsókn málsins...“. Leiddi þessi röggsama og einarða afstaða ríkissaksóknara loks til þess, að lögreglustjóri skrifaði aðilum málsins bréf, þann 20. janúar 2020, þar sem kært brot Hvals var viðurkennt og staðfest með þessum orðum: „Ákæruvaldið telur að Hvalur hf hafi með háttsemi sinni brotið gegn þágildandi ákvæði 2. mgr. 10. greinar reglugerðar nr. 489/2009“. Jafnframt tilkynnir lögreglustjóri þó - okkur til hneykslunar en ekki undrunar; við vorum smám saman að átta okkur á, hvernig lögreglustjóri nálgaðist málið - að embættið hafi ákveðið að falla frá saksókn á hendur Hval hf vegna brotsins. Var hér vísað í 146. gr. sakamálalaga, sem gildir, ef brot eru smávægileg eða varða ekki almannahagsmuni. Þessi ákvörðun lögreglustjóra var fyrir okkur eins og brandari af lélegri gerð; sú iðja, að verka 558 langreyðar, um 33.000 tonn af „hvalkjöti“, gegn gildandi lögum og reglum, um langt árabil - brot, sem gat varðað allt að 2ja ára fangelsi – átti semsé að vera „smávægilegt brot“!? Varðandi almannahagsmuni, þá hefðum við haldið, að það væri einmitt há skylda stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu, að ákært sé fyrir algjört virðingarleysi við reglur og lög, stórbokkahátt og lítilsvirðingu við yfirvöld; í raun hafði Hvalur hf gefið yfirvöldum langt nef um 9 ára skeið og glott við háðslega. Varla er það í þágu almannahagsmuna eða réttaröryggis í landinu, að brotamenn fái silkihanzkameðferð af því að þeir eru ríkir vel og tengdir „réttu mönnunum“; telja sig yfir lög og reglur hafna? Aftur þurftum við, Jarðarvinir, að kæra niðurstöðu lögreglustjóra til ríkissaksóknara. Kröfðumst við þess, að ákært yrði, eins og efni stóðu til. Bíðum við nú viðbragða ríkissaksóknara, sem við treystum áfram á. Framangreint mál er þó - því miður - ekki eina kærumál okkar gegn Hval hf, þar sem okkur virðast vinnubrögð lögreglustjórans á Vesturlandi vafasöm eða ámælisverð. Skv. leyfi til langreyðaveiða 2014-2018, 5. gr., ber skipstjóra að halda dagbók yfir veiðar, sem afhenda skal Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Í þessum dagbókum eiga að koma fram 16 atriði, sem sýna eiga m.a. fjölda skotinna sprengiskutla, dag hvern, hversu margir hæfa langreyði, tímasetningu og staðsetningu þegar dýr eru hæfð og fjölda skutlaðra langreyða, sem sleppa særðar. Eru þessar bækur til þess ætlaðar, að eftirlitsstjórnvöld geti fylgzt með því, að ákvæðum veiðileyfis, reglugerða og laga sé fylgt. Leyfið byggir m.a. á lögum nr. 26/1949, en þar segir, að brot varði upptöku á veiðitækjum, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins (sjá að framan: 33.000 tonn), auk fangelsis allt að 6 mánuði. Fyrirspurn lögmanna okkar til Fiskistofu í marz 2019 leiddi í ljós, að Hvalur hafði, þrátt fyrir þetta skýra ákvæði og skilyrði fyrir veiðileyfi, engum dagbókum skilað. Varð Fiskistofa að viðurkenna, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, hefði henni ekki tekizt að slíta þær út úr Hval hf. Við skrif þessarar greinar, nú á dögunum, staðfesti Fiskistofan óbreytt ástand. Hvalur hf hafði engum dagbókum skilað. Einhverju ófýsilegu eða óleyfilegu virðist fyrirtækið hafa að leyna. Þetta lögbrot Hvals hf kærðum við til ríkissaksóknara 6. marz 2019, og framsendi ríkissaksóknari kæruna til lögreglustjórans með fyrirmælum um rannsókn 15. apríl 2019. Hér er líka um bráðeinfalt mál að ræða; annað hvort skilaði Hvalur hf dagbókunum eða ekki. Einföld rannsókn. En, hún er nú búin að standa yfir í nær eitt ár. Það tók okkur 2 daga, nú í marz, að fá staðfestingu Fiskistofu á því, að dagbókunum hefði ekki verið skilað. Hvað tefur lögreglustjóra!? Einhverjir hefðu kallað þetta rannsóknarveigrun. Aðspurður um stöðu þessarar rannsóknar, svaraði lögreglustjóri 23. janúar sl.: „Málið er á lokastigum“. Síðan eru liðnar 8 vikur, og enn hefur ekkert heyrzt. Er þetta sú löggæzla og það réttarfar, sem við viljum, Áslaug Arna? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun