Gefur innsýn í nám og starf lækna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Læknaneminn Edda Þórunn Þórarinsdóttir heldur úti Instagram síðu fyrir alla þá sem hafa áhuga á að vita meira um læknisfræði. Aðsend mynd Edda Þórunn Þórarinsdóttir stofnaði Instagram-síðuna Íslenskir læknanemar til þess að gefa fólki betri innsýn í læknisfræðinámið og starf lækna. Á einu ári hafa 49 einstaklingar tekið að sér að sjá um Instagram síðuna og sýna frá eigin degi, svara spurningum og fræða fylgjendur síðunnar. „Ég er læknanemi á öðru ári við Jessenius Faculty of Medicine í Martin í Slóvakíu. Ég reyndi tvisvar sinnum við inntökuprófið heima, þá einu sinni beint eftir MR og í seinna skiptið lærði ég fyrir það í eitt ár en náði því miður ekki. Þá ákvað ég að fara í hjúkrunarfræði í HA og sótti svo um í Slóvakíu eftir fyrsta árið í hjúkrun,“ segir Edda í samtali við Vísi. „Frá því að ég man eftir mér var minn draumur alltaf að verða ljósmóðir eða fæðingalæknir. Annað hefur ekki komið til greina. Mér fannst læknisfræði svo svakalega áhugaverð, allt sem tengdist líkamanum og því að vinna með fólki. Það að geta hjálpað öðrum, sem leita til manns þegar þeim líður ef til vill sem verst, er eitt það mest gefandi og góðfúslegasta starf sem ég gæti hugsað mér. Mig hefur alltaf langað að hjálpa þeim sem þurfa og það að geta unnið við það tel ég mikil forréttindi.“ Spennandi og gefandi starf Eftir að Edda flutti út byrjaði hún að fá mikið af spurningum út í námið, Slóvakíu og hvort hægt væri að vinna sem læknir á Íslandi með próf frá þessum skóla. „Námið úti var og er tiltölulega nýtt fyrir okkur Íslendinga og ekki margt sem fólk vissi um það endilega. Eftir vangaveltur og margar spurningar frá ýmsum aðilum stofnaði ég vefsíðu sem ber nafnið martindoctors.is þar sem fólk gat lesið sér til um námið úti í Slóvakíu og ákveðið hvort það væri eitthvað fyrir sig. Í kjölfarið af þessu fór ég að hugsa hvað það myndi vera áhugavert að opna vettvang þar sem læknar og læknanemar geta fræðst um hin ýmsu sérnám sem eru í boði, hvað það felst í því að vera læknir og hvernig dæmigerður vinnudagur hina ýmissa sérgreina er. Einnig fannst mér þetta kjörið tækifæri til þess að sýna einstaklingum á Íslandi, hvort sem þeir höfðu áhuga á læknisfræði eða ekki, hvað læknisfræði er spennandi og gefandi starf með ótal mörg sérsvið og tækifæri í boði.“ Edda Þórunn Þórarinsdóttir vonar að hún geti starfað sem læknir á íslandi að starfi loknu.Aðsend mynd Edda segir að markmiðið með Instagram síðunni sé einfaldlega að fræða fólk um læknavettvanginn og vonandi fá fleiri með í lið. „Á síðuna koma margir sérfræðilæknar, læknar í sérnámi og læknanemar sem hafa öll það sameiginlegt að vera íslensk. Síðan er sett upp þannig að í hverri viku kemur inn annað hvort læknir eða læknanemi og kynnir sig og sitt starf eða þá sinn skóla. Viðkomandi hefur Instagrammið yfir einn til tvo daga og fær að sýna frá sér og sínu lífi sem læknir eða læknanemi.“ Einnig hafa tannlæknar og dýralæknar fengið að kynna sitt starf. Edda segir að það hafi verið mjög vel heppnað og gaman að sjá fjölbreytileikann í þeirra störfum einnig. Gleður hjartað „Síðan hefur fengið vægast sagt frábær viðbrögð síðan ég opnaði hana fyrir ári síðan. Í dag eru 2100 fylgjendur og fylgist stórt hlutfall af þeim með hverjum einasta grammara. Það eru einnig margir sem hafa þakkað mér fyrir að stofna síðuna og hafa í kjölfarið hafið nám í læknisfræði, og þá sérstaklega erlendis. Til að mynda vissu ekki margir að það væri hægt að læra læknisfræði í Kýpur fyrr en það var kynnt af nemendum þaðan á síðunni og í kjölfarið hafa einhverjir sótt um þar og hafið nám. Ég hef einnig fengið skilaboð frá nokkrum útskrifuðum læknum í vangaveltum með sérnám sem fengu góða hugmynd af því sem þau höfðu áhuga á inni á síðunni. Þetta gleður mitt litla hjarta mikið þar sem þetta var einmitt tilgangurinn með síðunni, að fá fleiri í læknisfræði og hjálpa fólki að finna sitt sérsvið.“ Þeir sem setja efni inn á síðuna hafa mismunandi bakgrunn og fjölbreytnin er því mikill. „Læknanemarnir hafa verið að sýna frá sínu lífi hvar sem þau eru í heiminum, kynnt sitt nám þar og svarað spurningum frá „áhorfendum.“ Við höfum hingað til fengið læknanema sem eru að læra á Íslandi, Danmörku, Kýpur, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu en hlökkum til að fá fleiri með frá öðrum löndum. Einnig hafa læknar í sérnámi komið inn og þá margir frá Svíþjóð. Þeir hafa verið að kynna hvernig lífið er í sérnámi, sínar sérgreinar og meðal annars fjölskyldulíf á meðan þessu námi stendur.“ Edda er líka sérstaklega þakklát þeim sérfræðilæknum sem hafa gefið sér tíma til að setja efni inn á síðuna. „Þar á meðal eru Bryndís Sigurðar smitsjúkdómalæknir, Sigurður Ragnarsson hjartaskurðlæknir, Björn Logi taugalæknir og ótal fleiri frábærir einstaklingar. Þau hafa kynnt sitt sérsvið, svarað útbúnum spurningalista sem ég hef hannað fyrir þau og sýnt frá sínu starfi uppi á stofu eða spítala.“ Alls hafa 49 einstaklingar sagt frá námi eða starfi á Instagram síðunni auk þess að sýna frá deglegu lífi.Instagram Nemendur eins og fjölskylda Hún segir að síðan sé fyrir alla Íslendinga. „Hún er fyrir þá sem forvitnast út í heim læknisfræðinnar, heilbrigðisstarfsfólk, þá sem hafa áhuga á læknisfræði, þá sem vilja læra læknisfræði, læknanema sem vilja kynnast námi annars staðar en í sínu landi, útskrifaða lækna og kandídata sem eru í leit að rétta sérnáminu, sérfræðilækna sem vilja kynnast bæði fjölbreytileika námsúrvala fyrir læknanema og sérfræðigreinunum í kringum sig og svo ótal ótal marga aðra. Í raun er erfitt að segja nákvæmlega fyrir hvern þessi síða er, en ef þú hefur áhuga á læknisfræði þá er þessi síða fyrir þig.“ Edda er mjög ánægð með læknanámið í Slóvakíu. „Við fáum að læra margt sem ég veit að mun gagnast mér í framtíðinni. Námið er að sjálfsögðu ekki nákvæmlega eins og hér heima, þó að áfangarnir séu þeir sömu að mestu leyti, en við vinnum margt í höndunum og langflest lokaprófin okkar eru munnleg. Að mínu mati eru munnleg lokapróf mjög góð. Þau krefjast góðrar þekkingar á efninu og við tölum við prófessorana sem eru yfir þeirri deild sem við erum taka prófið hjá. Það hvetur okkur til þess að treysta okkur sjálfum og sýna sjálfsöryggi sem ég er viss um að muni nýtast okkur öllum í starfi síðar meir.“ Hún er sannfærð um að þetta hafi verið besta ákvörðun lífs síns, að fara út að læra. „Við erum ein risa fjölskylda sem pössum upp á hvort annað og peppum áfram. Fyrir mér var orðið þreytandi og erfitt að vera í endalausum lærdómi fyrir eitt inntökupróf hér heima og var ég alveg kominn á þann stað að vilja hefja námið en ekki læra fyrir inntökupróf sem segir engan veginn til um mína getu eða kunnáttu til þess að verða góður læknir í framtíðinni.“ Edda vonast þó til að fá starf sem læknir á Íslandi. „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ef ég fæ að ráða þá stefni ég á að starfa heima á Íslandi í framtíðinni. Þrátt fyrir að Slóvakía sé fallegt og gott land, þá eru sex ár frá Íslandi mjög langur tími að mínu mati og verður því mjög gott að koma aftur heim og fá að hefja sinn feril í sínu heimalandi.“ Edda hefur gaman af því að gefa öðrum innsýn í læknisfræðinámið.Aðsendar myndir Stefna á að klára skólaárið Eins og á Íslandi hafa háskólar í Slóvakíu verið lokaðir svo Edda er í fjarnámi í augnablikinu. „Covid-19 hefur haft áhrif að ég held alls staðar að í heiminum og eru allar ríkisstjórnir og heilbrigðisstarfsfólk að gera allt sem í þeirra valdi stendur. Skólinn okkar í Martin ákvað að loka sínum húsum í tvær vikur frá og með 9. mars til 23 en ríkisstjórnin tilkynnti viku síðar að öllum skólum, háskólum, verslunarmiðstöðvum, ræktum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og fleiru yrði lokað frá og með 16. mars í tvær vikur svo skólinn okkar yrði í fyrsta lagi settur aftur á stað þann 30. mars. Ásamt þessum lokunum var ákveðið að loka landamærum Slóvakíu og því eru margir nemendur farnir heim til Íslands á meðan þessum lokunum stendur, þó margir séu enn úti.“ Edda er ein þeirra sem valdi að fljúga heim til Íslands þegar skólinn lokaði og mun því dvelja hér á landi næstu vikurnar. „Ég vil nefna það að skólinn gerði þetta til þess að passa upp á okkur sem og kennarana okkar sem sýnir frábær og góð vinnubrögð að mínu mati. Nú fer kennsla fram með svokölluðu fjarnámi og fáum við ýmis verkefni, fyrirlestra og fleira sent í gegnum tölvupósta. Kennararnir og skólayfirvöld eru því að vinna fullum höndum að við náum að klára námsárið okkar í vor.“ Edda segir að í Slóvakíu sé komið samkomubann og aðeins matvöruverslanir og apótek opin. „Fólk má fara út en yfirvöld mæla með því að fólk hafi grímu fyrir andliti til að passa sig sjálft og aðra. Landamærin lokuðu 15. mars og verða lokuð í að minnsta kosti tvær vikur. Viðbrögðin við COVID í Slóvakíu eru afar góð og eru þau að vinna á fullu til þess að passa upp á almenning og þá sem eru verr settir fyrir vírusnum með því að loka öllu og hvetja fólk til þess að vera heima.“ Heiður að fá fleiri til að taka þátt Þeir sem vilja taka þátt í Instagramminu geta sett sig í samband í gegnum síðuna. Edda er þakklát öllum þeim læknum og læknanemum sem hafa komið inn á síðuna, kynnt sig og hvatt fólk áfram. „Ég er viss um að það skili sér og muni halda áfram að skila sér í ókomna tíð. Einnig vil ég þakka öllum heilbrigðisstarfsmönnum fyrir þeirra vinnu á þessum erfiðu tímum og ef einhver ykkar sem les þetta hefur áhuga á að koma inn á Instagrammið væri það sannur heiður. Munum að passa upp á hvort annað og sýna öðrum virðingu og tillitsemi, hvort sem við þekkjum þá eða ekki, því að lokum er það mikill partur af því sem skiptir máli.“ Áhugasamir geta fylgst með á Instagram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðtal Nám Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Edda Þórunn Þórarinsdóttir stofnaði Instagram-síðuna Íslenskir læknanemar til þess að gefa fólki betri innsýn í læknisfræðinámið og starf lækna. Á einu ári hafa 49 einstaklingar tekið að sér að sjá um Instagram síðuna og sýna frá eigin degi, svara spurningum og fræða fylgjendur síðunnar. „Ég er læknanemi á öðru ári við Jessenius Faculty of Medicine í Martin í Slóvakíu. Ég reyndi tvisvar sinnum við inntökuprófið heima, þá einu sinni beint eftir MR og í seinna skiptið lærði ég fyrir það í eitt ár en náði því miður ekki. Þá ákvað ég að fara í hjúkrunarfræði í HA og sótti svo um í Slóvakíu eftir fyrsta árið í hjúkrun,“ segir Edda í samtali við Vísi. „Frá því að ég man eftir mér var minn draumur alltaf að verða ljósmóðir eða fæðingalæknir. Annað hefur ekki komið til greina. Mér fannst læknisfræði svo svakalega áhugaverð, allt sem tengdist líkamanum og því að vinna með fólki. Það að geta hjálpað öðrum, sem leita til manns þegar þeim líður ef til vill sem verst, er eitt það mest gefandi og góðfúslegasta starf sem ég gæti hugsað mér. Mig hefur alltaf langað að hjálpa þeim sem þurfa og það að geta unnið við það tel ég mikil forréttindi.“ Spennandi og gefandi starf Eftir að Edda flutti út byrjaði hún að fá mikið af spurningum út í námið, Slóvakíu og hvort hægt væri að vinna sem læknir á Íslandi með próf frá þessum skóla. „Námið úti var og er tiltölulega nýtt fyrir okkur Íslendinga og ekki margt sem fólk vissi um það endilega. Eftir vangaveltur og margar spurningar frá ýmsum aðilum stofnaði ég vefsíðu sem ber nafnið martindoctors.is þar sem fólk gat lesið sér til um námið úti í Slóvakíu og ákveðið hvort það væri eitthvað fyrir sig. Í kjölfarið af þessu fór ég að hugsa hvað það myndi vera áhugavert að opna vettvang þar sem læknar og læknanemar geta fræðst um hin ýmsu sérnám sem eru í boði, hvað það felst í því að vera læknir og hvernig dæmigerður vinnudagur hina ýmissa sérgreina er. Einnig fannst mér þetta kjörið tækifæri til þess að sýna einstaklingum á Íslandi, hvort sem þeir höfðu áhuga á læknisfræði eða ekki, hvað læknisfræði er spennandi og gefandi starf með ótal mörg sérsvið og tækifæri í boði.“ Edda Þórunn Þórarinsdóttir vonar að hún geti starfað sem læknir á íslandi að starfi loknu.Aðsend mynd Edda segir að markmiðið með Instagram síðunni sé einfaldlega að fræða fólk um læknavettvanginn og vonandi fá fleiri með í lið. „Á síðuna koma margir sérfræðilæknar, læknar í sérnámi og læknanemar sem hafa öll það sameiginlegt að vera íslensk. Síðan er sett upp þannig að í hverri viku kemur inn annað hvort læknir eða læknanemi og kynnir sig og sitt starf eða þá sinn skóla. Viðkomandi hefur Instagrammið yfir einn til tvo daga og fær að sýna frá sér og sínu lífi sem læknir eða læknanemi.“ Einnig hafa tannlæknar og dýralæknar fengið að kynna sitt starf. Edda segir að það hafi verið mjög vel heppnað og gaman að sjá fjölbreytileikann í þeirra störfum einnig. Gleður hjartað „Síðan hefur fengið vægast sagt frábær viðbrögð síðan ég opnaði hana fyrir ári síðan. Í dag eru 2100 fylgjendur og fylgist stórt hlutfall af þeim með hverjum einasta grammara. Það eru einnig margir sem hafa þakkað mér fyrir að stofna síðuna og hafa í kjölfarið hafið nám í læknisfræði, og þá sérstaklega erlendis. Til að mynda vissu ekki margir að það væri hægt að læra læknisfræði í Kýpur fyrr en það var kynnt af nemendum þaðan á síðunni og í kjölfarið hafa einhverjir sótt um þar og hafið nám. Ég hef einnig fengið skilaboð frá nokkrum útskrifuðum læknum í vangaveltum með sérnám sem fengu góða hugmynd af því sem þau höfðu áhuga á inni á síðunni. Þetta gleður mitt litla hjarta mikið þar sem þetta var einmitt tilgangurinn með síðunni, að fá fleiri í læknisfræði og hjálpa fólki að finna sitt sérsvið.“ Þeir sem setja efni inn á síðuna hafa mismunandi bakgrunn og fjölbreytnin er því mikill. „Læknanemarnir hafa verið að sýna frá sínu lífi hvar sem þau eru í heiminum, kynnt sitt nám þar og svarað spurningum frá „áhorfendum.“ Við höfum hingað til fengið læknanema sem eru að læra á Íslandi, Danmörku, Kýpur, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu en hlökkum til að fá fleiri með frá öðrum löndum. Einnig hafa læknar í sérnámi komið inn og þá margir frá Svíþjóð. Þeir hafa verið að kynna hvernig lífið er í sérnámi, sínar sérgreinar og meðal annars fjölskyldulíf á meðan þessu námi stendur.“ Edda er líka sérstaklega þakklát þeim sérfræðilæknum sem hafa gefið sér tíma til að setja efni inn á síðuna. „Þar á meðal eru Bryndís Sigurðar smitsjúkdómalæknir, Sigurður Ragnarsson hjartaskurðlæknir, Björn Logi taugalæknir og ótal fleiri frábærir einstaklingar. Þau hafa kynnt sitt sérsvið, svarað útbúnum spurningalista sem ég hef hannað fyrir þau og sýnt frá sínu starfi uppi á stofu eða spítala.“ Alls hafa 49 einstaklingar sagt frá námi eða starfi á Instagram síðunni auk þess að sýna frá deglegu lífi.Instagram Nemendur eins og fjölskylda Hún segir að síðan sé fyrir alla Íslendinga. „Hún er fyrir þá sem forvitnast út í heim læknisfræðinnar, heilbrigðisstarfsfólk, þá sem hafa áhuga á læknisfræði, þá sem vilja læra læknisfræði, læknanema sem vilja kynnast námi annars staðar en í sínu landi, útskrifaða lækna og kandídata sem eru í leit að rétta sérnáminu, sérfræðilækna sem vilja kynnast bæði fjölbreytileika námsúrvala fyrir læknanema og sérfræðigreinunum í kringum sig og svo ótal ótal marga aðra. Í raun er erfitt að segja nákvæmlega fyrir hvern þessi síða er, en ef þú hefur áhuga á læknisfræði þá er þessi síða fyrir þig.“ Edda er mjög ánægð með læknanámið í Slóvakíu. „Við fáum að læra margt sem ég veit að mun gagnast mér í framtíðinni. Námið er að sjálfsögðu ekki nákvæmlega eins og hér heima, þó að áfangarnir séu þeir sömu að mestu leyti, en við vinnum margt í höndunum og langflest lokaprófin okkar eru munnleg. Að mínu mati eru munnleg lokapróf mjög góð. Þau krefjast góðrar þekkingar á efninu og við tölum við prófessorana sem eru yfir þeirri deild sem við erum taka prófið hjá. Það hvetur okkur til þess að treysta okkur sjálfum og sýna sjálfsöryggi sem ég er viss um að muni nýtast okkur öllum í starfi síðar meir.“ Hún er sannfærð um að þetta hafi verið besta ákvörðun lífs síns, að fara út að læra. „Við erum ein risa fjölskylda sem pössum upp á hvort annað og peppum áfram. Fyrir mér var orðið þreytandi og erfitt að vera í endalausum lærdómi fyrir eitt inntökupróf hér heima og var ég alveg kominn á þann stað að vilja hefja námið en ekki læra fyrir inntökupróf sem segir engan veginn til um mína getu eða kunnáttu til þess að verða góður læknir í framtíðinni.“ Edda vonast þó til að fá starf sem læknir á Íslandi. „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ef ég fæ að ráða þá stefni ég á að starfa heima á Íslandi í framtíðinni. Þrátt fyrir að Slóvakía sé fallegt og gott land, þá eru sex ár frá Íslandi mjög langur tími að mínu mati og verður því mjög gott að koma aftur heim og fá að hefja sinn feril í sínu heimalandi.“ Edda hefur gaman af því að gefa öðrum innsýn í læknisfræðinámið.Aðsendar myndir Stefna á að klára skólaárið Eins og á Íslandi hafa háskólar í Slóvakíu verið lokaðir svo Edda er í fjarnámi í augnablikinu. „Covid-19 hefur haft áhrif að ég held alls staðar að í heiminum og eru allar ríkisstjórnir og heilbrigðisstarfsfólk að gera allt sem í þeirra valdi stendur. Skólinn okkar í Martin ákvað að loka sínum húsum í tvær vikur frá og með 9. mars til 23 en ríkisstjórnin tilkynnti viku síðar að öllum skólum, háskólum, verslunarmiðstöðvum, ræktum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og fleiru yrði lokað frá og með 16. mars í tvær vikur svo skólinn okkar yrði í fyrsta lagi settur aftur á stað þann 30. mars. Ásamt þessum lokunum var ákveðið að loka landamærum Slóvakíu og því eru margir nemendur farnir heim til Íslands á meðan þessum lokunum stendur, þó margir séu enn úti.“ Edda er ein þeirra sem valdi að fljúga heim til Íslands þegar skólinn lokaði og mun því dvelja hér á landi næstu vikurnar. „Ég vil nefna það að skólinn gerði þetta til þess að passa upp á okkur sem og kennarana okkar sem sýnir frábær og góð vinnubrögð að mínu mati. Nú fer kennsla fram með svokölluðu fjarnámi og fáum við ýmis verkefni, fyrirlestra og fleira sent í gegnum tölvupósta. Kennararnir og skólayfirvöld eru því að vinna fullum höndum að við náum að klára námsárið okkar í vor.“ Edda segir að í Slóvakíu sé komið samkomubann og aðeins matvöruverslanir og apótek opin. „Fólk má fara út en yfirvöld mæla með því að fólk hafi grímu fyrir andliti til að passa sig sjálft og aðra. Landamærin lokuðu 15. mars og verða lokuð í að minnsta kosti tvær vikur. Viðbrögðin við COVID í Slóvakíu eru afar góð og eru þau að vinna á fullu til þess að passa upp á almenning og þá sem eru verr settir fyrir vírusnum með því að loka öllu og hvetja fólk til þess að vera heima.“ Heiður að fá fleiri til að taka þátt Þeir sem vilja taka þátt í Instagramminu geta sett sig í samband í gegnum síðuna. Edda er þakklát öllum þeim læknum og læknanemum sem hafa komið inn á síðuna, kynnt sig og hvatt fólk áfram. „Ég er viss um að það skili sér og muni halda áfram að skila sér í ókomna tíð. Einnig vil ég þakka öllum heilbrigðisstarfsmönnum fyrir þeirra vinnu á þessum erfiðu tímum og ef einhver ykkar sem les þetta hefur áhuga á að koma inn á Instagrammið væri það sannur heiður. Munum að passa upp á hvort annað og sýna öðrum virðingu og tillitsemi, hvort sem við þekkjum þá eða ekki, því að lokum er það mikill partur af því sem skiptir máli.“ Áhugasamir geta fylgst með á Instagram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðtal Nám Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira