Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:00 Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum. Getty/Alexander Hassenstein Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira