Jafnrétti ekki náð fyrr en vanhæfar konur ná sama frama og vanhæfir karlmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 11:31 Björg Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15