„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:47 Víðir Reynisson með orðið á fundinum í dag. Júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32