Vodafone deildin í Counter Strike hefst á morgun en í kvöld verður hitað upp fyrir hana á Stöð 2 eSport.
Sérfræðingar stöðvarinnar, þeir Kristján Einar, Tómas Jóhannsson og Halldór Már fara yfir öll liðin sem taka þátt í Vodafone deildinni, rýna í leikmenn, leiki, tölfræði og spá í spilin um komandi tímabil.