Dæmdur fyrir ofbeldi en ekki nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 16:24 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi meðal annars fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sýknaður af ákæru fyrir að nauðga konunni sömu nótt. Þá var hann sakfelldur fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum og fyrir vörslu fíkniefna. Mest var tekist á um ákæruliðinn sem sneri að nauðgun og stórfelldu broti í sambandi á þáverandi dvalarstað hans í febrúar árið 2018. Var hann ákærður fyrir ofbeldi meðal annars með því að slá hana ítrekað í andlit, kýla hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, toga í hár hennar, kasta í hana logandi sígarettu, sparka í maga hennar, bak og aftanvert læri, henda henni utan í svefnherbergishurð, rífa hana úr fötum og hóta henni lífláti. Þá var hann ákærður fyrir samræði og önnur kynferðismök án samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Eru lýsingar í ákæru um samræðið afar grófar. Í framhaldi er karlmaðurinn sakaður um að hafa haldið áfram að veitast að konunni henni með höggum meðal annars í nefið, með þeim afleiðingum að hún skall í gólfið. Ein til frásagnar um hvað gerðist Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness er minnt á að sönnunarbyrði hvíli á héraðssaksóknara um sekt ákærða. Verði hann aðeins sakfelldur að nægileg sönnun teljist komin fram sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum. Af fyrstu frásögn konunnar megi rekja að karlmaðurinn hafi komið heim umrædda nótt um klukkan þrjú og strax komið til væringa á milli þeirra. Þær hafi leitt til ofbeldis sem ekki hafi linnt fyrr en lögreglu var gert viðvart um klukkan hálf sex. Konan og karlmaðurinn, parið þáverandi, séu ein til frásagnar um hvað gerðist á því tímabili. Undir miklum áhrifum Karlmaðurinn neitaði sök frá upphafi um kynferðislegt ofbeldi og var framburður hans staðfastur að mati héraðsdóms. Hann viðurkenndi þó að muna lítið sökum langvarandi áfengis- og kókaínneyslu. Fyrir dómi kvaðst konan einnig muna lítið. Hún hefði verið í mikilli neyslu og undir áhrifum amfetamíns og LSD þegar karlmaðurinn réðst á hana. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að strax í upphafi hafi verið ljós grunur um mikla neyslu og voru tekin blóðsýni til greiningar. Af ókunnum ástæðum hafi sýnin hins vegar aldrei verið rannsökuð með tilliti til alkóhól- og fíkniefnaákvörðunar. Verður því að leggja til grundvallar framburð fólksins um ástand þeirra. Frásögn konunnar um atburðina þessa nótt þurfi að skoða í þessu samhengi. Hún kunni að hafa verið undir töluverðum áhrifum fíkniefna þegar hún ræddi við lögreglumenn og starfsmenn Neyðarmóttöku. Röff kynlíf Fyrir dómi kveðst konan muna að karlmaðurinn hefði verið að reyna að koma henni út úr húsinu, hún streist á móti og þau slegist. Þau hefðu um nóttina haft samfarir og munnmök með hennar samþykki. Kvaðst sjálf hafa haft frumkvæði að samförunum og stofnað til þeirra til að róa karlmanninn. Hún sagði þau kjósa „röff“ kynlíf og væri alvanalegt að karlmaðurinn rifi hana úr nærbuxum, tæki kverkataki, rifi í hár hennar og hrækti framan í hana. Ekkert hafi því verið óvenjulegt við kynmök þeirra þessa nótt. Varðandi frásögn sína um nauðgun sagði konan fyrir dómi að hún hafi verið búin að drekka mikið og verið undir áhrifum þegar frásögnin var gefin. Hún hafi þó sagt sannleikann um allt ofbeldi sem karlmaðurinn beitti hana um nóttina. Þó ekki það sem var í tengslum við nauðgunina. Engir áverkar á kynfærum Í niðurstöðu dómsins seigr að telja megi líklegt að þegar konan gaf skýrslu hjá lögreglu nokkrum dögum eftir að brot áttu sér stað hafi hún ekki verið undir áhrifum vímugjafa. Þá lýsti hún ætlaðri nauðgun með sama hætti og fyrr, sagði ekki vilja kæra hann en teldi að það væri „einhvern veginn eina leiðin til að losna“ undan honum. Þóttu ummælin til þess fallin að draga úr sönnunargildi frásagnar hennar um ætlaða nauðgun. Með hliðsjón af eindreginni sakarneitun karlmannsins og því að engir áverkar greindust á kynfærum eða endaþarmi taldi dómurinn ekki sannað yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Efaðist ekki um lýsingar konunnar Eftir stóðu ásakanir er vörðuðu ofbeldi fyrir og eftir samræðið. Játaði hann að hafa veist að konunni, slegið í andlit, greitt henni hnefahögg í líkamann, sparkað í bak hennar, rifið úr fötum og slitið brjóstahaldara. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa hent í hana logandi sígarettu eða hótað lífláti. Var hann ekki sakfelldur fyrir þau atriði. Þá játaði hann að hafa misst stjórn á sér eftir kynmökin en mundi ekki í hverju ofbeldið fólst. Dró hann ekki í efa lýsingar konunnar á áverkum af hans völdum. Með hliðsjón af framburði karlsins og ljósmyndum af áverkum taldist sannað að hann hafi veist með miklu ofbeldi að konunni, slegið í andlit meðal annars í nefið, kýlt hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, togað í hár hennar, sparkað í maga hennar, bak og aftanvert læri, hent henni utan í hurð og rifið hana úr fötum. Allt með þeim afleiðingum að konan hlaut marga yfirborðsáverka á höfði, hálsi, upphandlegg og framörmum og mar á aftanverðum brjóstkassa. Lagði dómurinn til grundvallar að ofbeldið hefði staðið yfir með hléum í um og yfir tvær klukkustundir. Tveggja ára fangelsi Við mat á refsingu var litið til þess að maðurinn hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum og áður verið dæmdur í fangelsi fyrir vörslu fíkniefna. Þó var tekið tillit til þess að hefði lokið langtímameðferð við áfengis- og fíknivanda sínum og virtist hafa náð einhverjum bata. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing. Þá þarf hann að greiða konunni rúmega 70 þúsund krónur vegna líkamsskoðunar og réttarlæknisfræðilegrar skoðunar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi meðal annars fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sýknaður af ákæru fyrir að nauðga konunni sömu nótt. Þá var hann sakfelldur fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum og fyrir vörslu fíkniefna. Mest var tekist á um ákæruliðinn sem sneri að nauðgun og stórfelldu broti í sambandi á þáverandi dvalarstað hans í febrúar árið 2018. Var hann ákærður fyrir ofbeldi meðal annars með því að slá hana ítrekað í andlit, kýla hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, toga í hár hennar, kasta í hana logandi sígarettu, sparka í maga hennar, bak og aftanvert læri, henda henni utan í svefnherbergishurð, rífa hana úr fötum og hóta henni lífláti. Þá var hann ákærður fyrir samræði og önnur kynferðismök án samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Eru lýsingar í ákæru um samræðið afar grófar. Í framhaldi er karlmaðurinn sakaður um að hafa haldið áfram að veitast að konunni henni með höggum meðal annars í nefið, með þeim afleiðingum að hún skall í gólfið. Ein til frásagnar um hvað gerðist Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness er minnt á að sönnunarbyrði hvíli á héraðssaksóknara um sekt ákærða. Verði hann aðeins sakfelldur að nægileg sönnun teljist komin fram sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum. Af fyrstu frásögn konunnar megi rekja að karlmaðurinn hafi komið heim umrædda nótt um klukkan þrjú og strax komið til væringa á milli þeirra. Þær hafi leitt til ofbeldis sem ekki hafi linnt fyrr en lögreglu var gert viðvart um klukkan hálf sex. Konan og karlmaðurinn, parið þáverandi, séu ein til frásagnar um hvað gerðist á því tímabili. Undir miklum áhrifum Karlmaðurinn neitaði sök frá upphafi um kynferðislegt ofbeldi og var framburður hans staðfastur að mati héraðsdóms. Hann viðurkenndi þó að muna lítið sökum langvarandi áfengis- og kókaínneyslu. Fyrir dómi kvaðst konan einnig muna lítið. Hún hefði verið í mikilli neyslu og undir áhrifum amfetamíns og LSD þegar karlmaðurinn réðst á hana. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að strax í upphafi hafi verið ljós grunur um mikla neyslu og voru tekin blóðsýni til greiningar. Af ókunnum ástæðum hafi sýnin hins vegar aldrei verið rannsökuð með tilliti til alkóhól- og fíkniefnaákvörðunar. Verður því að leggja til grundvallar framburð fólksins um ástand þeirra. Frásögn konunnar um atburðina þessa nótt þurfi að skoða í þessu samhengi. Hún kunni að hafa verið undir töluverðum áhrifum fíkniefna þegar hún ræddi við lögreglumenn og starfsmenn Neyðarmóttöku. Röff kynlíf Fyrir dómi kveðst konan muna að karlmaðurinn hefði verið að reyna að koma henni út úr húsinu, hún streist á móti og þau slegist. Þau hefðu um nóttina haft samfarir og munnmök með hennar samþykki. Kvaðst sjálf hafa haft frumkvæði að samförunum og stofnað til þeirra til að róa karlmanninn. Hún sagði þau kjósa „röff“ kynlíf og væri alvanalegt að karlmaðurinn rifi hana úr nærbuxum, tæki kverkataki, rifi í hár hennar og hrækti framan í hana. Ekkert hafi því verið óvenjulegt við kynmök þeirra þessa nótt. Varðandi frásögn sína um nauðgun sagði konan fyrir dómi að hún hafi verið búin að drekka mikið og verið undir áhrifum þegar frásögnin var gefin. Hún hafi þó sagt sannleikann um allt ofbeldi sem karlmaðurinn beitti hana um nóttina. Þó ekki það sem var í tengslum við nauðgunina. Engir áverkar á kynfærum Í niðurstöðu dómsins seigr að telja megi líklegt að þegar konan gaf skýrslu hjá lögreglu nokkrum dögum eftir að brot áttu sér stað hafi hún ekki verið undir áhrifum vímugjafa. Þá lýsti hún ætlaðri nauðgun með sama hætti og fyrr, sagði ekki vilja kæra hann en teldi að það væri „einhvern veginn eina leiðin til að losna“ undan honum. Þóttu ummælin til þess fallin að draga úr sönnunargildi frásagnar hennar um ætlaða nauðgun. Með hliðsjón af eindreginni sakarneitun karlmannsins og því að engir áverkar greindust á kynfærum eða endaþarmi taldi dómurinn ekki sannað yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Efaðist ekki um lýsingar konunnar Eftir stóðu ásakanir er vörðuðu ofbeldi fyrir og eftir samræðið. Játaði hann að hafa veist að konunni, slegið í andlit, greitt henni hnefahögg í líkamann, sparkað í bak hennar, rifið úr fötum og slitið brjóstahaldara. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa hent í hana logandi sígarettu eða hótað lífláti. Var hann ekki sakfelldur fyrir þau atriði. Þá játaði hann að hafa misst stjórn á sér eftir kynmökin en mundi ekki í hverju ofbeldið fólst. Dró hann ekki í efa lýsingar konunnar á áverkum af hans völdum. Með hliðsjón af framburði karlsins og ljósmyndum af áverkum taldist sannað að hann hafi veist með miklu ofbeldi að konunni, slegið í andlit meðal annars í nefið, kýlt hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, togað í hár hennar, sparkað í maga hennar, bak og aftanvert læri, hent henni utan í hurð og rifið hana úr fötum. Allt með þeim afleiðingum að konan hlaut marga yfirborðsáverka á höfði, hálsi, upphandlegg og framörmum og mar á aftanverðum brjóstkassa. Lagði dómurinn til grundvallar að ofbeldið hefði staðið yfir með hléum í um og yfir tvær klukkustundir. Tveggja ára fangelsi Við mat á refsingu var litið til þess að maðurinn hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum og áður verið dæmdur í fangelsi fyrir vörslu fíkniefna. Þó var tekið tillit til þess að hefði lokið langtímameðferð við áfengis- og fíknivanda sínum og virtist hafa náð einhverjum bata. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing. Þá þarf hann að greiða konunni rúmega 70 þúsund krónur vegna líkamsskoðunar og réttarlæknisfræðilegrar skoðunar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira