Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 18:00 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Vísir/Daníel Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira