Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 19:20 Fámennt er í þingsal þessa dagana vegna sóttvarna og flokkarnir velja sér fulltrúa til að tala í hverju máli. Þingmenn fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum eða heima hjá sér. Vísir/Frikki Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt. Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt.
Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16