Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 27. mars 2020 18:53 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun