Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2020 21:08 Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira