Bein útsending: Heimahelgistund í Lindakirkju Tinni Sveinsson skrifar 29. mars 2020 16:00 Sólsetur við Lindakirkju. Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir heimahelgistund frá kirkjunni í beinni útsendingu klukkan 17 í dag. Vísir/Vilhelm Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Lindakirkju. Eins og svo margt annað fellur allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni niður í vor vegna samkomubannsins og faraldurs kórónuveiru. Á meðan á þessu stendur ætlar kirkjan að koma til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Klippa: Heimahelgistund í Lindakirkju Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sér um stundina í dag og flytur hugvekju. Kórsystkinin úr Kór Lindakirkju, Arnar Dór Hannesson, Guðrún Óla Jónsdóttir, og Áslaug Helga Hálfdánardóttir syngja ásamt Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra sem spilar á píanó og Páll Elvar Pálsson plokkar bassann. Næsta sunnudag verður heimahelgistund streymt frá Vídalinskirkju í Garðabæ. Einnig verður hægt að horfa á hana hér á Vísi. Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. 21. mars 2020 11:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Lindakirkju. Eins og svo margt annað fellur allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni niður í vor vegna samkomubannsins og faraldurs kórónuveiru. Á meðan á þessu stendur ætlar kirkjan að koma til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Klippa: Heimahelgistund í Lindakirkju Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sér um stundina í dag og flytur hugvekju. Kórsystkinin úr Kór Lindakirkju, Arnar Dór Hannesson, Guðrún Óla Jónsdóttir, og Áslaug Helga Hálfdánardóttir syngja ásamt Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra sem spilar á píanó og Páll Elvar Pálsson plokkar bassann. Næsta sunnudag verður heimahelgistund streymt frá Vídalinskirkju í Garðabæ. Einnig verður hægt að horfa á hana hér á Vísi.
Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. 21. mars 2020 11:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00
Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. 21. mars 2020 11:15