Enginn veit … Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2020 17:11 Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun