Víðtæk jafnréttissjónarmið Sævar Þór Jónsson skrifar 30. mars 2020 16:30 Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar