Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:00 Michael Jordan var stæsta íþróttastjarna heims á hápunkti sínum með liði Chicago Bulls á tíunda áratugnum en hann vann sex meistaratitla með liðinu frá 1991 til 1998. Getty/Ken Levine Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira