Gerræði í skjóli krísu Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 31. mars 2020 16:23 Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun