Ómærðar hetjur efstu deildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2020 10:00 Nokkrar af ómærðum hetjum efstu deildar karla í fótbolta. Vísir fer yfir ómærðar hetjur efstu deildar karla í fótbolta í gegnum tíðina. Þar er átt við leikmenn sem áttu góðan feril en fengu ekki alltaf það hrós sem þeir áttu skilið. Mikilvægi þeirra fyrir sín lið var hins vegar óumdeilt. Hér fyrir neðan má lesa um tíu ómærðar hetjur efstu deildar. Einu sinni gastu orðið svo heppinn að eignast fótboltamynd af Alexander Högnasyni.úrklippa úr dv Alexander Högnason Fjórir leikmenn voru í lykilhlutverkum í öllum Íslandsmeistaraliðum ÍA á árunum 1992-96 þegar Skagamenn drottnuðu yfir íslenskum fótbolta. Þetta voru Haraldur Ingólfsson, Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason og Alexander Högnason. Sá síðastnefndi var grjótharður miðjumaður sem gaf aldrei neitt eftir og gat skorað mörk. Vann fimm Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Akurnesingum. Á velmegunarárum ÍA 1992-96 missti Alexander aðeins af þremur deildarleikjum. Ómissandi hlekkur í Skagakeðjunni og einn leikjahæsti leikmaður í sögu ÍA. Lék þrjá A-landsleiki og skoraði eitt mark. Gunnar Sigurðsson varð Íslandsmeistari með FH og ÍBV.vísir/getty Gunnar Sigurðsson Líf markvarðarins er oft erfitt, einmanalegt og stundum ósanngjarnt. Því fékk Gunnar Sigurðsson að kynnast. Flestir tengja hann við fræg mistök í bikarúrslitaleik ÍBV og Keflavíkur 1997 en þau eiga ekki að skyggja á flottan feril. Gunnar varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með ÍBV 1997 og 1998. Sumurin tvö sem hann var aðalmarkvörður Eyjamanna fékk hann aðeins 32 mörk á sig í 36 deildarleikjum. Gunnar átti risastóran þátt í að Fram bjargaði sér ár eftir ár og var svo aðalmarkvörður FH seinni hluta tímabilsins 2008 þegar liðið varð Íslandsmeistari. Sigurður Örn Jónsson í baráttu við Karel Poborsky í landsleik Íslands og Tékklands árið 2000.vísir/getty Sigurður Örn Jónsson Frábær varnarmaður og með þeim traustari. Var lykilmaður í liði KR á árunum 1995-2001 og lék sjö A-landsleiki. Þurfti að hætta alltof snemma vegna þrálátra meiðsla. Sigurður Örn lék alla deildarleiki KR þegar Vesturbæingar urðu Íslandsmeistarar 1999 og 2000. Á árunum 1998-2000 fékk KR aðeins 36 mörk á sig í þeim 52 deildarleikjum sem Sigurður Örn spilaði. Tryggvi Guðmundsson sagði að hann hefði verið sinn erfiðasti andstæðingur á ferlinum. Hörður Árnason hóf og lauk ferlinum með HK.vísir/bára Hörður Árnason Átti góðan feril, sérstaklega fyrir mann sem byrjaði að æfa fótbolta í 10. bekk. Afar sterkur varnarmaður, snöggur og ólseigur. Var átta ár í Stjörnunni og var í lykilhlutverki í liðinu sem fór ósigrað í gegnum Pepsi-deildina 2014, varð Íslandsmeistari og náði eftirminnilegum árangri í Evrópudeildinni. Hörður var fastamaður nær öll tímabilin sín í Stjörnunni og lék alls 169 leiki í efstu deild. Lauk ferlinum með HK og hjálpaði liðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi á síðasta tímabili. Lék einn A-landsleik. Baldur Bett var í lykilhlutverki á miðjunni í meistaraliðum FH og Vals.vísir/getty Baldur Bett Varnarsinnaður miðjumaður af lífi og sál. Með eindæmum duglegur og vann skítverkin fyrir sér flinkari menn. Heimir Guðjónsson naut góðs af því að spila með Baldri síðustu ár ferilsins og samstarf þeirra á miðju FH var afar gjöfult. Baldur varð Íslandsmeistari með FH þrjú ár í röð (2004-06). Fór svo til Vals og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili með Hlíðarendaliðinu. Baldur varð því Íslandsmeistari fjögur ár í röð og var í lykilhlutverki í öllum meistaraliðunum. Elfar Árni Aðalsteinsson hefur skorað 49 deildarmörk síðan hann kom til KA 2015.vísir/bára Elfar Árni Aðalsteinsson Síðustu þrjú tímabil hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk en Elfar Árni (28) í efstu deild; Hilmar Árni Halldórsson (39) og Steven Lennon (37). Elfar Árni sýndi fína takta á þremur árum hjá Breiðabliki áður en hefur verið stöðugri eftir að hann fór til KA. Síðasta tímabil var svo hans besta á ferlinum. Húsvíkingurinn skoraði þrettán mörk í 20 leikjum fyrir KA sem náði sínum besta árangri síðan 2002. Aðeins Gary Martin (14) skoraði fleiri mörk en Elfar Árni á síðasta tímabili. Auk þess að skora er Elfar Árni óhemju duglegur, fer í öll návígi og vinnur stóran hluta þeirra. Hann sleit krossband í hné í vetur og missir af næsta tímabili. Skarð hans verður vandfyllt. Pálmi Haraldsson og félagar í ÍA fagna bikarmeistaratitlinum 2003.úrklippa úr dv Pálmi Haraldsson Pálmi var gríðarlega efnilegur leikmaður og lék 56 leiki með yngri landsliðum Íslands. Það tók hann hins vegar tíma að blómstra almennilega í meistaraflokki. Kaflaskil urðu á ferli Pálma þegar Ólafur Þórðarson byrjaði að nota hann sem varnarsinnaðan miðjumann. Það reyndist frábær ákvörðun, bæði fyrir Pálma og ÍA. Hann var í lykilhlutverki hjá Skagamönnum sem urðu Íslandsmeistarar 2001 og bikarmeistarar 2003. Skynsamur leikmaður sem varði vörnina og skilaði boltanum vel frá sér. Pálmi er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild ásamt Guðjóni Þórðarsyni með 213 leiki. Guðmundur Sævarsson vann sjö stóra titla með FH.úrklippa úr morgunblaðinu Guðmundur Sævarsson Annar leikmaður sem blómstraði eftir að hann var færður í nýja stöðu. Eftir að hafa verið notaður hér og þar á vellinum var Guðmundur gerður að hægri bakverði fyrir tímabilið 2004. Hann lék þá alla átján deildarleikina þegar FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Var fastamaður í FH á blómaskeiði liðsins. Varð fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Fimleikafélaginu. Kom FH-ingum á bragðið þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Fylkismönnum í lokaumferðinni 2008. Með endalausa orku og hlaup hans upp hægri kantinn voru stór hluti af sóknarleik FH. Ingi Sigurðsson fagnar mikilvægasta marki sínu á ferlinum, í úrslitaleik ÍBV og KR um Íslandsmeistaratitilinn 1998.úrklippa úr eyjafréttum Ingi Sigurðsson Leikjahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild með 206 leiki og níundi stoðsendingahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 53 stoðsendingar. Var lykilmaður í Íslandsmeistaraliðum ÍBV 1997 og 1998 og fastamaður á hægri kantinum hjá Eyjamönnum í mörg ár. Varð einnig bikarmeistari með ÍBV 1998. Gaf flestar stoðsendingar allra í efstu deild 1998 (8) og næstflestar 1997 (8) og 1999 (7). Lék allan ferilinn með ÍBV ef frá er talið eitt tímabil með Grindavík 1994. Liðið vann þá B-deildina og komst í bikarúrslit. Eftir að leikmannaferlinum lauk þjálfaði Kristinn R. Jónsson Fram í tvígang.mynd/fram Kristinn R. Jónsson Fram undir stjórn Ásgeirs Elíassonar var aðalliðið í íslenskum fótbolta seinni hluta 9. áratugar síðustu aldar. Fram vann stóran titil á hverju tímabili á árunum 1985-90; þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Lið Fram breyttist alltaf eitthvað milli ára en kjarninn var sá sami. Miðjumaðurinn Kristinn R. Jónsson var hluti af honum. Á þessu gullaldarskeiði Fram lék hann 102 af 108 deildarleikjum liðsins og stóð alltaf fyrir sínu og gott betur. Lék ellefu A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Vísir fer yfir ómærðar hetjur efstu deildar karla í fótbolta í gegnum tíðina. Þar er átt við leikmenn sem áttu góðan feril en fengu ekki alltaf það hrós sem þeir áttu skilið. Mikilvægi þeirra fyrir sín lið var hins vegar óumdeilt. Hér fyrir neðan má lesa um tíu ómærðar hetjur efstu deildar. Einu sinni gastu orðið svo heppinn að eignast fótboltamynd af Alexander Högnasyni.úrklippa úr dv Alexander Högnason Fjórir leikmenn voru í lykilhlutverkum í öllum Íslandsmeistaraliðum ÍA á árunum 1992-96 þegar Skagamenn drottnuðu yfir íslenskum fótbolta. Þetta voru Haraldur Ingólfsson, Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason og Alexander Högnason. Sá síðastnefndi var grjótharður miðjumaður sem gaf aldrei neitt eftir og gat skorað mörk. Vann fimm Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Akurnesingum. Á velmegunarárum ÍA 1992-96 missti Alexander aðeins af þremur deildarleikjum. Ómissandi hlekkur í Skagakeðjunni og einn leikjahæsti leikmaður í sögu ÍA. Lék þrjá A-landsleiki og skoraði eitt mark. Gunnar Sigurðsson varð Íslandsmeistari með FH og ÍBV.vísir/getty Gunnar Sigurðsson Líf markvarðarins er oft erfitt, einmanalegt og stundum ósanngjarnt. Því fékk Gunnar Sigurðsson að kynnast. Flestir tengja hann við fræg mistök í bikarúrslitaleik ÍBV og Keflavíkur 1997 en þau eiga ekki að skyggja á flottan feril. Gunnar varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með ÍBV 1997 og 1998. Sumurin tvö sem hann var aðalmarkvörður Eyjamanna fékk hann aðeins 32 mörk á sig í 36 deildarleikjum. Gunnar átti risastóran þátt í að Fram bjargaði sér ár eftir ár og var svo aðalmarkvörður FH seinni hluta tímabilsins 2008 þegar liðið varð Íslandsmeistari. Sigurður Örn Jónsson í baráttu við Karel Poborsky í landsleik Íslands og Tékklands árið 2000.vísir/getty Sigurður Örn Jónsson Frábær varnarmaður og með þeim traustari. Var lykilmaður í liði KR á árunum 1995-2001 og lék sjö A-landsleiki. Þurfti að hætta alltof snemma vegna þrálátra meiðsla. Sigurður Örn lék alla deildarleiki KR þegar Vesturbæingar urðu Íslandsmeistarar 1999 og 2000. Á árunum 1998-2000 fékk KR aðeins 36 mörk á sig í þeim 52 deildarleikjum sem Sigurður Örn spilaði. Tryggvi Guðmundsson sagði að hann hefði verið sinn erfiðasti andstæðingur á ferlinum. Hörður Árnason hóf og lauk ferlinum með HK.vísir/bára Hörður Árnason Átti góðan feril, sérstaklega fyrir mann sem byrjaði að æfa fótbolta í 10. bekk. Afar sterkur varnarmaður, snöggur og ólseigur. Var átta ár í Stjörnunni og var í lykilhlutverki í liðinu sem fór ósigrað í gegnum Pepsi-deildina 2014, varð Íslandsmeistari og náði eftirminnilegum árangri í Evrópudeildinni. Hörður var fastamaður nær öll tímabilin sín í Stjörnunni og lék alls 169 leiki í efstu deild. Lauk ferlinum með HK og hjálpaði liðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi á síðasta tímabili. Lék einn A-landsleik. Baldur Bett var í lykilhlutverki á miðjunni í meistaraliðum FH og Vals.vísir/getty Baldur Bett Varnarsinnaður miðjumaður af lífi og sál. Með eindæmum duglegur og vann skítverkin fyrir sér flinkari menn. Heimir Guðjónsson naut góðs af því að spila með Baldri síðustu ár ferilsins og samstarf þeirra á miðju FH var afar gjöfult. Baldur varð Íslandsmeistari með FH þrjú ár í röð (2004-06). Fór svo til Vals og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili með Hlíðarendaliðinu. Baldur varð því Íslandsmeistari fjögur ár í röð og var í lykilhlutverki í öllum meistaraliðunum. Elfar Árni Aðalsteinsson hefur skorað 49 deildarmörk síðan hann kom til KA 2015.vísir/bára Elfar Árni Aðalsteinsson Síðustu þrjú tímabil hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk en Elfar Árni (28) í efstu deild; Hilmar Árni Halldórsson (39) og Steven Lennon (37). Elfar Árni sýndi fína takta á þremur árum hjá Breiðabliki áður en hefur verið stöðugri eftir að hann fór til KA. Síðasta tímabil var svo hans besta á ferlinum. Húsvíkingurinn skoraði þrettán mörk í 20 leikjum fyrir KA sem náði sínum besta árangri síðan 2002. Aðeins Gary Martin (14) skoraði fleiri mörk en Elfar Árni á síðasta tímabili. Auk þess að skora er Elfar Árni óhemju duglegur, fer í öll návígi og vinnur stóran hluta þeirra. Hann sleit krossband í hné í vetur og missir af næsta tímabili. Skarð hans verður vandfyllt. Pálmi Haraldsson og félagar í ÍA fagna bikarmeistaratitlinum 2003.úrklippa úr dv Pálmi Haraldsson Pálmi var gríðarlega efnilegur leikmaður og lék 56 leiki með yngri landsliðum Íslands. Það tók hann hins vegar tíma að blómstra almennilega í meistaraflokki. Kaflaskil urðu á ferli Pálma þegar Ólafur Þórðarson byrjaði að nota hann sem varnarsinnaðan miðjumann. Það reyndist frábær ákvörðun, bæði fyrir Pálma og ÍA. Hann var í lykilhlutverki hjá Skagamönnum sem urðu Íslandsmeistarar 2001 og bikarmeistarar 2003. Skynsamur leikmaður sem varði vörnina og skilaði boltanum vel frá sér. Pálmi er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild ásamt Guðjóni Þórðarsyni með 213 leiki. Guðmundur Sævarsson vann sjö stóra titla með FH.úrklippa úr morgunblaðinu Guðmundur Sævarsson Annar leikmaður sem blómstraði eftir að hann var færður í nýja stöðu. Eftir að hafa verið notaður hér og þar á vellinum var Guðmundur gerður að hægri bakverði fyrir tímabilið 2004. Hann lék þá alla átján deildarleikina þegar FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Var fastamaður í FH á blómaskeiði liðsins. Varð fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Fimleikafélaginu. Kom FH-ingum á bragðið þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Fylkismönnum í lokaumferðinni 2008. Með endalausa orku og hlaup hans upp hægri kantinn voru stór hluti af sóknarleik FH. Ingi Sigurðsson fagnar mikilvægasta marki sínu á ferlinum, í úrslitaleik ÍBV og KR um Íslandsmeistaratitilinn 1998.úrklippa úr eyjafréttum Ingi Sigurðsson Leikjahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild með 206 leiki og níundi stoðsendingahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 53 stoðsendingar. Var lykilmaður í Íslandsmeistaraliðum ÍBV 1997 og 1998 og fastamaður á hægri kantinum hjá Eyjamönnum í mörg ár. Varð einnig bikarmeistari með ÍBV 1998. Gaf flestar stoðsendingar allra í efstu deild 1998 (8) og næstflestar 1997 (8) og 1999 (7). Lék allan ferilinn með ÍBV ef frá er talið eitt tímabil með Grindavík 1994. Liðið vann þá B-deildina og komst í bikarúrslit. Eftir að leikmannaferlinum lauk þjálfaði Kristinn R. Jónsson Fram í tvígang.mynd/fram Kristinn R. Jónsson Fram undir stjórn Ásgeirs Elíassonar var aðalliðið í íslenskum fótbolta seinni hluta 9. áratugar síðustu aldar. Fram vann stóran titil á hverju tímabili á árunum 1985-90; þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Lið Fram breyttist alltaf eitthvað milli ára en kjarninn var sá sami. Miðjumaðurinn Kristinn R. Jónsson var hluti af honum. Á þessu gullaldarskeiði Fram lék hann 102 af 108 deildarleikjum liðsins og stóð alltaf fyrir sínu og gott betur. Lék ellefu A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira