Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 11:42 Joe Biden þarf að spýta verulega í lófana til þess að brúa bilið í framboð Trump sem hefur sankað að sér miklum auðæfum fyrir kosningabaráttuna. AP/Evan Vucci Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira