Í lífshættu eftir grófa líkamsárás í gærkvöldi: Lögregla hefur áhyggjur af þróuninni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 18:30 Fjórir eru í haldi lögreglu vegna meintra árása vísir/jóhannk Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar. Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar.
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55
Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30