Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:30 Arnór Guðjohnsen kyssir son sinn Eið Smára Guðjohnsen um leið og hann fer útaf fyrir hann. Skjámynd/Youtube Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn