Öllum 152 sagt upp hjá Arctic Adventures Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 16:03 Úr kynningarefni Arctic Adventures. Artic Adventures Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08