„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 23:00 Aron Bjarnason var frábær fyrri hluta sumars með Breiðabliki á síðasta ári. MYND/STÖÐ 2 SPORT Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í dag að Aron væri á leið á Hlíðarenda en hann lék með Breiðabliki áður en hann fór til Újpest í Ungverjalandi í fyrra. „Ef að ég væri í Val, eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar, og jú ég þyrfti að lækka aðeins launin, þá myndi ég samt hugsa með mér að Aron Bjarnason væri að koma að hjálpa okkur. Ég væri langt því frá að vera eitthvað óánægður með þetta,“ sagði Gummi við þá Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann. „Þetta er vandmeðfarið, en ég held að það sé rétt hjá þér að flestir leikmenn horfi á þetta svona,“ sagði Freyr. „Þetta er ágætis „argument“ að leikmenn séu að taka á sig niðurskurð og svo er fenginn leikmaður, en hvað er rétt að gera? Myndi þetta pirra mann? Nee, ábyggilega ekki,“ sagði Hjörvar. Freyr sagði viðbrögðin velta á stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá Val: „Þetta gæti pirrað leikmenn ef að það eru einhverjir í fjárhagslegum vandræðum út af ástandinu. Við vitum náttúrulega ekkert um það. En ef að menn eru að komast í gegnum þetta þokkalega þá held ég að allir fagni því að fá góðan knattspyrnumann inn í liðið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Aron Bjarna til Vals Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í kvöld Tengdar fréttir Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. 29. apríl 2020 16:10
Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33