Próteinvinnsla úr lífmassa Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Fiskeldi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun