Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2020 10:57 Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira