Hver Íslendingur sóar að jafnaði níutíu kílóum af mat árlega Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 12:42 Niðurstöður benda til að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Vísir/vilhelm Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins. Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins.
Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira