Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 18:45 Harald Pétursson rýnir hér í hlaupa- og þoltölur leikmanna meistaraflokks karla hjá knattspyrnuliðinu Val. Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana
Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira