Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Öll bestu lög Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar voru flutt á tónleikum í Hörpu í gær. Friðrik Ómar fór fyrir fjórtán manna hljómsveit en auk þess komu Margrét Eir, Erla Hrönn, Katrín Halldóra og Jógvan Hansen fram.
Magnús Kjartansson, vinur Vilhjálms, mætti líka og tók nokkur lög. Hafði Jógvan á orði að það væri „forréttur“ að fá að syngja með Magnúsi sem sprakk úr hlátri eins og salurinn allur.
Jógvan birti mynd af þeim félögum eftir tónleikana.
Daði Freyr er stoltur af því að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision en hann bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið.
Crossfit-drottningin Katrín Tanja fagnaði afmæli vinkonu sinnar með fallegri færslu.
Sóla Hólm fannst svona gaman að taka þátt í auglýsingu fyrir Mottumars.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir rifjar upp góða stund á ströndinni á Miami í Flórída.
Pattra Sriyanonge skellti sér í vínsmökkun í Tyrklandi.
Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir, sem var kynnir í Söngvakeppninni, þakkar fyrir sig.
Áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson nýtur lífsins í Tælandi.
Svala Björgvins birti fallega mynd af sér.
Annie Mist Þórisdóttir tilkynnti að hún eigi von á stúlku á næstu mánuðum.
Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga birtir fallega bumbumynd af sjálfri sér.
Margrét Gnarr elskar líkama sinn eftir barnsburð.
Birgitta Líf skellti sér í ræktina um helgina.
Alexandra Helga var hér á landi um helgina á meðan Gylfi Þór Sigurðsson atti kappi með Everton gegn Manchester United.
Manuela Ósk birtir djarfa og skemmtilega mynd.