Mbappe sagður vilja skrifa Real Madrid inn í nýja PSG samninginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 17:00 Kylian Mbappe stingur sér framhjá Kára Árnasyni í landsleik Frakka og Íslendinga í París. Mbappe varð íslensku varnarmönnunum erfiður í þessum leik. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Kylian Mbappe er til í að gera nýjan samning við franska félagið Paris Saint Germain en spænskir fjölmiðlar segja að hann vilji aftur á móti vera með sérstaka Real Madrid klásúlu. Kylian Mbappe er enn bara 21 árs gamall en hefur engu að síður unnu frönsku deildina þrisvar sinnum og orðið heimsmeistari með franska landsliðinu. Framtíð Kylian Mbappe hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er hann líklegur til að verða besti knattspyrnumaður heims á næstu árum. Spænska blaðið AS segir að franski framherjinn vilji passa upp á það að halda því opnu að hann geti farið til Real Madrid í framtíðinni. REPORT: Kylian Mbappe wants to add a Real Madrid clause to any new PSG dealhttps://t.co/JCvTXREIDf— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) May 5, 2020 Núverandi samningur Kylian Mbappe og frönsku meistaranna rennur út árið 2022. Skrifi hann undir nýjan samning gæti það orðið mjög erfitt fyrir Real Madrid að kaupa hann í næstu framtíð. Þar kemur þessi sérstaka Real Madrid klásúla inn í sem blaðamaður AS segir gefa Real Madrid tækifæri á að kaupa Mbappe fyrir ákveðna upphæð. Kylian Mbappe hefur aldrei farið leynt um það að vilja spila fyrir Real Madrid í framtíðinni. Mbappe hefur reyndar verið orðaður við Liverpool síðustu vikurnar en það verður að teljast mjög ólíkleg endastöð fyrir kappann. Kylian Mbappe skoraði 30 mörk í 33 leikjum með Paris Saint-Germain í öllum keppnum á 2019-20 tímabilinu en Frakkar tóku þá ákvörðun á dögunum að flauta það endanlega af vegna kórónuveirufaraldarins. Mbappe hefur Paris þegar skoraði 90 í 120 leikjum fyrir Paris Saint-Germain og 13 mörk í 34 leikjum fyrir franska landsliðið.Tvö af landsliðsmörkum hans komu á móti Íslandi. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira
Kylian Mbappe er til í að gera nýjan samning við franska félagið Paris Saint Germain en spænskir fjölmiðlar segja að hann vilji aftur á móti vera með sérstaka Real Madrid klásúlu. Kylian Mbappe er enn bara 21 árs gamall en hefur engu að síður unnu frönsku deildina þrisvar sinnum og orðið heimsmeistari með franska landsliðinu. Framtíð Kylian Mbappe hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er hann líklegur til að verða besti knattspyrnumaður heims á næstu árum. Spænska blaðið AS segir að franski framherjinn vilji passa upp á það að halda því opnu að hann geti farið til Real Madrid í framtíðinni. REPORT: Kylian Mbappe wants to add a Real Madrid clause to any new PSG dealhttps://t.co/JCvTXREIDf— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) May 5, 2020 Núverandi samningur Kylian Mbappe og frönsku meistaranna rennur út árið 2022. Skrifi hann undir nýjan samning gæti það orðið mjög erfitt fyrir Real Madrid að kaupa hann í næstu framtíð. Þar kemur þessi sérstaka Real Madrid klásúla inn í sem blaðamaður AS segir gefa Real Madrid tækifæri á að kaupa Mbappe fyrir ákveðna upphæð. Kylian Mbappe hefur aldrei farið leynt um það að vilja spila fyrir Real Madrid í framtíðinni. Mbappe hefur reyndar verið orðaður við Liverpool síðustu vikurnar en það verður að teljast mjög ólíkleg endastöð fyrir kappann. Kylian Mbappe skoraði 30 mörk í 33 leikjum með Paris Saint-Germain í öllum keppnum á 2019-20 tímabilinu en Frakkar tóku þá ákvörðun á dögunum að flauta það endanlega af vegna kórónuveirufaraldarins. Mbappe hefur Paris þegar skoraði 90 í 120 leikjum fyrir Paris Saint-Germain og 13 mörk í 34 leikjum fyrir franska landsliðið.Tvö af landsliðsmörkum hans komu á móti Íslandi.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira