Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 11:56 Bólusetning gegn covid-19 með bóluefni Moderna er þegar hafin í Bandaríkjunum. EPA/Gary Coronad Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira