Er áramótaheitið að byrja að spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. janúar 2021 08:01 Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun