Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 01:32 Eldurinn kom upp í kjallara Gleraárskóla á Akureyri í kvöld. Vísir/Tryggvi Páll Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum. Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“ Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“
Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira