Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 02:24 Þingmenn eru mjög óánægðir með forsetann og viðbrögð hans við atburðum kvöldsins. Getty/Al Drago Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45