Hafþór Júlíus hefur nú tilkynnt það að hnefaleikabardagi hans og Steven Ward fari ekki fram á Íslandi eins og hann átti að gera. Í staðinn er hann kominn alla leið til Dúbaí.
Bardaginn fer nú fram 16. janúar í stærstu borginni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hafþór sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að ástæða fyrir flutningi bardagans séu strangar reglur vegna smitvarna á Íslandi.
Hafþór Júlíus ætlar að bjóða fylgjendum sínum upp á það að horfa á bardagann í gegnum vefsíðuna coresports.world.
Hafþór er að undirbúa sig fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust en báðir eru þeir fyrrum heimsmeistarar í aflraunum. Bardaginn í Bandaríkjunum hefur verið kynntur sem þyngsti boxbardagi sögunnar.
Steven Ward er fyrrum Evrópumeistari hjá WBO og verður því mjög verðugur andstæðingur fyrir Fjallið.